Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 54
164
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
„Nei,“ svaraði hún. „En sonur þinn er siðferðilega styrkari en
margur, sem fullþroska er talinn. Brýndu ekki um of þá viðkvæmu
egg, og farðu varlega með hana, svo hún brotni ekki og svo hún
særi ekki sjálfan þig.“
„Góðu eiginleikarnir verða aldrei of góðir,“ svaraði ég.
Hún þagði um stund. Svo sagði hún:
„Tókstu eftir gamla manninum í kirkjunni í dag, honum Jóa,
sem kallaður er ræfill?“
Ég játaði því og leit á hana spyrjandi.
„Hann hefur nú fengið að reyna, hvað það getur kostað að slá
of harkalega á viðkvæma strengi,“ sagði hún. „Viltu að ég segi
þér þá sögu?“
Ég játaði einnig því, og við fengum okkur sæti afsíðis.
„Hann er ættaður úr minni sveit,“ byrjaði hún. „Hann var þar
vinnumaður hjá fátækri ekkju, margra barna móður, og var af
öllum talinn afburðamaður að kröftum og dugnaði. Að sama skapi
gerði hann miklar kröfur til annarra og stillti, því miður, ekki ætíð
orðum sínum í hóf, því lundin var ör og óvægin. Son átti hann á
fermingaraldri, að nafni Hálfdán. Og það verð ég að segja, að
var einhver sá efnilegasti unglingur, sem ég hef séð, en stórgeðja
líka eins og faðirinn. Hann hafði alizt upp hjá Gunnari á Gils-
múla, vel efnuðum bónda í sveitinni. í þessu byggðarlagi var það
venja í þá daga, og reyndar kannski enn, að færa frá ánum og
reka lömbin til fjalls. Það voru erfiðar ferðir og gátu verið
hættulegar, því ekki þótti skemmra mega flytja lömbin en inn
fyrir fljót, svo þau kæmu ekki aftur, og voru þau ferjuð yfir á
tveim stórum bátum. Þetta vor, sem ég hef sérstaklega í huga, voru
þeir sammæltir í lambareksturinn, Jóhann þessi, Sigurður bróðir
minn og Gunnar á Gilsmúla. Hann hafði helmingi fleiri lömb
en hvor hinna, og bar því að láta tvo fjallmenn fullgilda á móti
hinum. Rekstrardagurinn var ákveðinn nokkru fyrirfram og skyldu
allir mætast á Gilsmúla, sem var innsti bær sveitarinnar, og leggja
upp þaðan ekki seinna en klukkan sjö að morgni. — Jóhann kom
að Gilsmúla með sín lömb á tilsettum tíma og spurði eftir sam-
ferðamönnum sínum. Þá var Sigurður bróðir minn ekki kominn,
enda átti hann nokkuð langt að sækja. Jóhanni þótti strax miður,