Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 57
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 167 ..Látum þau vera,“ hugsaði ég. „Látum þau skiptast á meiningar- leysi, eins og ungu fólki er títt. Látum þau líta niður fyrir sig og roðna. Já, látum þau jafnvel kyssast yfir búðarborðið, þegar enginn sér til þeirra, ef þau hafa þá kjark i sér til þess!“ Þannig hugsaði ég, hinn hálffimmtugi faðir, og brosti við sjálf- um mér í viðurkenningarskyni, því ég fann að ég var það sem ég sagðist vera: vinur æskunnar, hygginn, frjálslyndur faðir æskunn- ar, og vænti mér hollustu hennar að launum. — Mánuðirnir liðu einn á fætur öðrum. Eg var svo niðursokkinn i störf mín, að ég gætti einskis annars. Son minn sá ég naumast nema við máltíðir og það eina sem ég vissi um hætti hans var það, að hann rækti nám sitt af alúð. Þá vitneskju fékk ég hjá kenn- urum hans. Ég lét mér þetta nægja. Pilturinn var prúður og vel upp alinn eftir því sem ég bezt vissi, að vísu búandi yfir stóru og viðkvæmu skapi, en einnig líka ríkri sómatilfinningu. „Enginn unglingur gæti verið samvizku sinni trúrri þjónn en hann,“ hafði móðir mín sagt. Hann líktist vissulega gömlu konunni. Svo var það eitt kvöld við matborðið, að ég tók eftir því, að svipur hans var breyttur. Mér varð aldeilis hverft við. Hver dráttur í andliti hans hafði dýpkað og skýrzt. Og þegar ég mætti augum hans, sýndist mér þau bjóða mér byrginn, trássa mig, en jafnframt brenna af innibyrgðri meðaumkun með mér. Fyrst og fremst báru þau þó vott um hryggð. Ég gaf honum nánar gætur í laumi meðan á máltíðinni stóð, og óróleikinn byltist um í brjósti mér. En hver getur láð mér það? Ég kannaðist blátt áfram ekki við son minn. Það var ekki lengur óharðnaður, undirgefinn drengur, sem sat gegnt mér við borðið, heldur karlmaður búandi yfir eigin ákvörð- unum og óháðum vilja. I fáum orðum sagt: Ilann var vaxinn frá mér, og ég hafði ekki veitt því eftirtekt fyrr. Þetta var nú kynlegra en svo, að ég gæti í fljótu bragði skilið það. Mér flaug einkennileg hugsun í hug. Mér flaug í hug skattland, sem eflzt hefur að þroska og innri styrk, meðan gamli drottnarinn mókti andvaralaus, og lýsir svo skyndilega yfir sjálfstæði sínu jafn reiðubúið til að gera vináttubandalag við húsbóndann fyrrverandi eins og að þröngva honum til eftirgjafar, ef hann vill ekki sætta sig við breytinguna með góðu. Ekki orkaði það tvímælis, hvor Ieiðin væri líklegri til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.