Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 60
170
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
„Ég er öðruvísi trúlofaður en þú heldur,“ sagði sonur minn.
„Láttu mig um það,“ gegndi ég. „Ætli það megi ekki fremur
segja, að það sért þú, sem haldir að þú sért öðruvísi trúlofaður
en þú ert.“
„Ég er eins mikið trúlofaður henni og hœgt er að vera.“ Nú var
röddin hans hærri en áður, og mér fór að renna í skap þrákelkni
hans.
„Nú hana þá, drengur. Hvers ætlast þú eiginlega til af mér? Ertu
að mælast til þess, að ég láti þig hafa fyrir hringunum?“
„Nei, en ég vil hafa, að þú trúir því, sem ég segi: Við erum
trúlofuð,“ hálfkallaði hann og kreppti ónýtu lærdómshendurnar
sínar utan um borðbrúnina.
„Hægan, dengsi litli. Ég veit þú meinar það, sem þú segir. Svona
er það í kvöld. En komdu til mín eftir svo sem mánuð, og segðu
mér þá, hvað þú meinar.“
„Ég kem aldrei oftar til þín, ef þú trúir mér ekki betur en svona,“
hélt hann áfram af vaxandi æsingu.
„Nú jæja. Ég trúi þér,“ anzaði ég ákaflega grarnur og vonaðist
eftir, að málið væri þar með útrætt.
Sonur minn stóð á fætur og leit framan í mig. Mér fannst nakin
sál hans stara út úr augunum á honum.
„Pabbi,“ sagði hann, „Gígja er farin úr sælgætisbúðinni. í vor
verður hún orðin móðir.“
Hönd mín lyftist eins og til höggs, en hún slappaðist aftur. Hin
blossandi reiði, sem hóf sig eins og grænblá, ógnandi flóðalda upp
í gegnunr meðvitund mína og fyllti hana, hún fann aðra leið til
útrásar.
„Þú segir fréttir, kalla ég. En það er þá bezt þú fáir hér með að
vita það, að það ert þú, en ekki ég, sem berð ábyrgðina á þínum
holubörnum, bæði nú og framvegis. Heyrirðu það! — Og svo
þætti mér vænt um að fá að verða í friði.“
Sonur minn starði á mig nokkur andartök. Hann var fölari en
hann átti að sér, og hann þagði. En nú sá ég aftur í augum hans
þelta sama, sem ég þóttist liafa séð undir borðurn, aðeins miklu
skýrara nú. Ég skildi ekkert, — vildi ekkert skilja, en það var ekki