Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 67
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
177
landsins þar sameinuð. Aðrar vinnustéttir skipa sér við hlið þess.
Síðastliðinn 1. maí tók Starfsmannafélag ríkis og bæja þátt í hátíða-
höldum verldýðsfélaganna, og báru allir launþegar fram sameigin-
legar kröfur þennan dag. Jafnvel þing og stjórn, sem ekki fengust
áður til að hlusta á nokkra tillögu verkalýðsins, geta ekki lengur
annað en viðurkennt vald hans og leita til Alþýðusambandsins um
úrlausn hinna vandasömustu mála. Þeim er orðið áþreifanlega ljóst,
að það er ekki fær leið í svipinn að ganga í berhögg við vilja verk-
lýðshreyfingarinnar. Þennan nýja styrkleika verkalýðsins túlkar
stefnuskráin hér að framan. Alþýðan veit, hvers virði þeir sigrar
eru, sem hún hefur unnið, bæði í baráttu fyrir hagsmunum sínum,
réttindum og viðurkenningu, og er því eðlilegt, að fyrsti liður
stefnuskrárinnar sé að tryggja þessa sigra.
Stefnuskráin er þó meira nýmæli og merkilegri að öðru en þessu:
Hún er ljós vitnisburður um víðsýni forystumanna Alþýðusam-
bandsins. Því verður ekki neitað, að verkalýðurinn hefur undan-
farna áratugi orðið mjög að einbeita kröftum sínum að kaupgjalds-
baráttunni og öðrum brýnustu hagsmunamálum sjálfs sín. Með
þessari stefnuskrá snýr hann sér til annarra vinnandi stétta
í landinu, býður þeim aðstoð sína, óskar eftir ráðstefnu með full-
trúum frá þeim og samvinnu við þær um hagsýnni skipun á öllum
atvinnumálum þjóðarinnar.
Engum er ljósara en verkalýðnum, hvernig sú velmegun er til
orðin, sem nú ríkir. Hann veit, að hún er ekki að þakka viturlegri
stjórn á atvinnumálum né viðskiptamálum þjóðfélagsins. Það var
hin mikla eftirspurn eftir vinnuafli, sem kom með styrjöldinni og
hernáminu, er gerði verkalýðnum fært að losna undan atvinnukúg-
un fyrri ára. Honum er í fersku minni ástandið fyrir styrjöldina,
hvernig allt lagðist í kalda kol, atvinnukostir þrengdust æ meir,
lífskjör fóru síversnandi og landið var komið á gjaldþrotsbarm.
Hann veit, hvernig þjóðstjórnin, þ. e. sameinað afturhald landsins,
var að því komin að stofna tilveru íslenzkrar alþýðu í beinan voða,
og virtist enga hugsjón eiga aðra en hneppa verkamenn og fátækan
almenning í sem harðasta fjötra. Þessi ósvífna afturhaldsstjórn
hefur sloppið allt of létt frá gerðum sínum vegna styrjaldarinnar,
og alþýða íslands á sannarlega eftir að láta þessa gömlu drottn-
12