Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 68
178 TIMARIT MALS OG MENNINGAR endur sæta ábyrgð fyrir afbrot sín. Verkalýðnum er fyllilega ljóst. að velmegunin er til orðin einungis vegna stríðsins og dvalar setu- liðsins hér á landi, en grundvöllur atvinnulífsins hefur síður en svo styrkzt þetta tímabil. Þegar styrjöldinni lýkur og setuliðið fer héðan, er þjóðin að vísu fjárhagslega miklu efnaðri, en atvinnu- lega stendur hún í sömu sporum og áður. Augljóst er, að gömlu þjóðstjórnaröflin bíða aðeins eftir því, að sömu tímar rísi aftur, til þess að geta tekið upp nákvæmlega sömu stjórnarstefnu og áður: stjórnarstefnu í þágu fámennrar auðmannastéttar, sem heldur yfir- ráðum yfir bönkum, framleiðslutækjum og verzlun — en i óhag alls vinnandi fólks í landinu. Af reynslu undangenginna ára er verklýðshreyfingunni Ijóst, að hún getur ekki unnið þjóðinni það gagn, sem hún óskar, og ekki tryggt hagsmuni sína, réttlátt kaupgjald, átta stunda vinnudag né önnur réttindi, nema henni takist í samstarfi og bandalagi við aðrar vinnandi stéttir að koma heilbrigðari skipun á sjálft atvinnulíf þjóðarinnar. Verklýðsstétlin sem neytandi landbúnaðarafurða hefur, eins og aðrir launþegar, fengið að kenna á því undanfarið, hvernig land- búnaðinum er stjórnað. Hún hefur gert sér ljóst, að alþýða manna í sveitum hefur ekki fremur en hún sjálf borið auð frá borði. Sveita- alþýðan hefur verið bláfátæk og skuldum hlaðin, orðið að spara allt við sig, en strita myrkranna á milli. Velgengni síðustu ára hefur ekki fallið henni í skaut vegna bættra búnaðarhátta, heldur vegna stríðsins. En jafnvel styrjaldartímarnir hafa ekki tryggt landbúnað- inum markað fyrir afurðir hans, eða ekki á því verðlagi, sem hann þarfnast. Dæmi sýna aftur á móti að flytja má inn landbúnaðar- vörur alla leið vestan um haf, þrátt fyrir geysilegan flutningskostn- að, og selja þær á helmingi lægra verði en hægt er að framleiða þær fyrir hér á landi ( amerískt smjör kostar hingað komið 7 kr. kg., en er selt á 14 kr. til samræmis við íslenzka framleiðslu, sem þó er greiddur styrkur úr ríkissjóði). Ennfremur fylgir skipulags- leysi þessarar atvinnugreinar, að framleiðsla á kjöti er langt urn of fyrir innlendan markað, en hinsvegar mikill skortur á smjöri, eggjum, jafnvel mjólk og fleiri afurðum. Hróplegust eru dæmin um hinn geysilega verðmun á framleiðslunni hér og erlendis, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.