Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 68
178
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
endur sæta ábyrgð fyrir afbrot sín. Verkalýðnum er fyllilega ljóst.
að velmegunin er til orðin einungis vegna stríðsins og dvalar setu-
liðsins hér á landi, en grundvöllur atvinnulífsins hefur síður en
svo styrkzt þetta tímabil. Þegar styrjöldinni lýkur og setuliðið fer
héðan, er þjóðin að vísu fjárhagslega miklu efnaðri, en atvinnu-
lega stendur hún í sömu sporum og áður. Augljóst er, að gömlu
þjóðstjórnaröflin bíða aðeins eftir því, að sömu tímar rísi aftur,
til þess að geta tekið upp nákvæmlega sömu stjórnarstefnu og áður:
stjórnarstefnu í þágu fámennrar auðmannastéttar, sem heldur yfir-
ráðum yfir bönkum, framleiðslutækjum og verzlun — en i óhag
alls vinnandi fólks í landinu.
Af reynslu undangenginna ára er verklýðshreyfingunni Ijóst, að
hún getur ekki unnið þjóðinni það gagn, sem hún óskar, og ekki
tryggt hagsmuni sína, réttlátt kaupgjald, átta stunda vinnudag né
önnur réttindi, nema henni takist í samstarfi og bandalagi við aðrar
vinnandi stéttir að koma heilbrigðari skipun á sjálft atvinnulíf
þjóðarinnar.
Verklýðsstétlin sem neytandi landbúnaðarafurða hefur, eins og
aðrir launþegar, fengið að kenna á því undanfarið, hvernig land-
búnaðinum er stjórnað. Hún hefur gert sér ljóst, að alþýða manna
í sveitum hefur ekki fremur en hún sjálf borið auð frá borði. Sveita-
alþýðan hefur verið bláfátæk og skuldum hlaðin, orðið að spara
allt við sig, en strita myrkranna á milli. Velgengni síðustu ára hefur
ekki fallið henni í skaut vegna bættra búnaðarhátta, heldur vegna
stríðsins. En jafnvel styrjaldartímarnir hafa ekki tryggt landbúnað-
inum markað fyrir afurðir hans, eða ekki á því verðlagi, sem hann
þarfnast. Dæmi sýna aftur á móti að flytja má inn landbúnaðar-
vörur alla leið vestan um haf, þrátt fyrir geysilegan flutningskostn-
að, og selja þær á helmingi lægra verði en hægt er að framleiða
þær fyrir hér á landi ( amerískt smjör kostar hingað komið 7 kr.
kg., en er selt á 14 kr. til samræmis við íslenzka framleiðslu, sem
þó er greiddur styrkur úr ríkissjóði). Ennfremur fylgir skipulags-
leysi þessarar atvinnugreinar, að framleiðsla á kjöti er langt urn
of fyrir innlendan markað, en hinsvegar mikill skortur á smjöri,
eggjum, jafnvel mjólk og fleiri afurðum. Hróplegust eru dæmin
um hinn geysilega verðmun á framleiðslunni hér og erlendis, og