Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 71
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
181
fyrir afurðir landbúnaðarins. Auðmannastétt þessa lands byggir til-
veru sína á fávíslegri afturhaldspólitik þeirra fulltrúa, sem bænda-
stéttin hefur kosið á þing. Hún á þar allt sitt traust. Þannig standa
bændur sem bakhjallar að pólitík, sem þeim sjálfum og allri alþýðu
íslands er til bölvunar og stefnir að nýrri atvinnukreppu og fátækt.
Hvort finnst þeim spá meiri heill: að tryggja hagsmuni sjálfra sín
í félagi og traustu bandalagi við alþýðu bæjanna, eða troða á sínum
eigin hagsmunum og annarra alþýðustétta með því að láta etja sér
til liðveizlu við yfirstéttina til að auka milljónagróða hennar. Slíkri
spurningu ætti ekki að vera vandsvarað. Ábyrgðin, sem á bændum
hvílir, er þung. Þeir mega ekki láta ginna sig út í ófærur. Hver sá
bóndi, sem skilur hlutverk stéttar sinnar á þessum tíma, verður að
skera upp herör í sinni sveit, ekki til þess að mynda samsæri gegn
sjálfum sér, heldur til þess að tryggja þann sigur, er vannst með
samningi sexmannanefndarinnar, koma á föstum samtökum með
öllum þeim bændum, sem vilja samstarf við alþýðu bæjanna, og
vinna með henni að eflingu og nýrri skipun landbúnaðarins, svo að
allir jafnt, er í sveitum búa, geti lifað við nútíma skilyrði og fram-
leiðslan fullnægt neyzluþörf landsbúa á sem beztan og fjölbreytt-
astan hátt. Alþýða bæjanna þráir einmitt þetta samstarf. Henni er
ljóst, að það er ekki nægjanlegt að tryggja bændum sem bezt verð
fyrir landbúnaðarafurðir í svipinn. Það eitt getur aldrei orðið nein
lausn á vandamálum búrekstursins. Þess vegna óskar hún eftir ráð-
stefnu með bændum og samkomulagi við þá um breytingu á fram-
leiðsluháttum landbúnaðarins í fullkonmara horf, með samfelldri
ræktun, stofnun byggðahverfa, notfærslu nútíma tækni o. s. frv.
Mestur styrr hefur undanfarið staðið um landbúnaðinn vegna
verðlagsuppbóta þeirra, sem orðið hefur að greiða úr ríkissjóði
á útflutningsafurðir hans. Slíkt hefur verið eins og bein ábending
á úrelt fyrirkomulag hans. En þó á annan hátt sé, er sízt betur ástatt
um sjávarútveginn. Áður en komu hinir óvæntu velmegunartímar,
var hann í bágustu kreppu, svo að veita varð honum skattfrelsi og
ívilnanir og ríkið (eða bankarnir) varð að hlaupa undir bagga
með stærstu útgerðarfélögunum. Síðustu árin hefur hann borið ó-
hernju auð í bú þjóðarinnar, og er auðvelt að sýna með tölum, að
nærri allt útflutningsmagn landsmanna er sjávarafurðir. Utflutn-