Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 71
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 181 fyrir afurðir landbúnaðarins. Auðmannastétt þessa lands byggir til- veru sína á fávíslegri afturhaldspólitik þeirra fulltrúa, sem bænda- stéttin hefur kosið á þing. Hún á þar allt sitt traust. Þannig standa bændur sem bakhjallar að pólitík, sem þeim sjálfum og allri alþýðu íslands er til bölvunar og stefnir að nýrri atvinnukreppu og fátækt. Hvort finnst þeim spá meiri heill: að tryggja hagsmuni sjálfra sín í félagi og traustu bandalagi við alþýðu bæjanna, eða troða á sínum eigin hagsmunum og annarra alþýðustétta með því að láta etja sér til liðveizlu við yfirstéttina til að auka milljónagróða hennar. Slíkri spurningu ætti ekki að vera vandsvarað. Ábyrgðin, sem á bændum hvílir, er þung. Þeir mega ekki láta ginna sig út í ófærur. Hver sá bóndi, sem skilur hlutverk stéttar sinnar á þessum tíma, verður að skera upp herör í sinni sveit, ekki til þess að mynda samsæri gegn sjálfum sér, heldur til þess að tryggja þann sigur, er vannst með samningi sexmannanefndarinnar, koma á föstum samtökum með öllum þeim bændum, sem vilja samstarf við alþýðu bæjanna, og vinna með henni að eflingu og nýrri skipun landbúnaðarins, svo að allir jafnt, er í sveitum búa, geti lifað við nútíma skilyrði og fram- leiðslan fullnægt neyzluþörf landsbúa á sem beztan og fjölbreytt- astan hátt. Alþýða bæjanna þráir einmitt þetta samstarf. Henni er ljóst, að það er ekki nægjanlegt að tryggja bændum sem bezt verð fyrir landbúnaðarafurðir í svipinn. Það eitt getur aldrei orðið nein lausn á vandamálum búrekstursins. Þess vegna óskar hún eftir ráð- stefnu með bændum og samkomulagi við þá um breytingu á fram- leiðsluháttum landbúnaðarins í fullkonmara horf, með samfelldri ræktun, stofnun byggðahverfa, notfærslu nútíma tækni o. s. frv. Mestur styrr hefur undanfarið staðið um landbúnaðinn vegna verðlagsuppbóta þeirra, sem orðið hefur að greiða úr ríkissjóði á útflutningsafurðir hans. Slíkt hefur verið eins og bein ábending á úrelt fyrirkomulag hans. En þó á annan hátt sé, er sízt betur ástatt um sjávarútveginn. Áður en komu hinir óvæntu velmegunartímar, var hann í bágustu kreppu, svo að veita varð honum skattfrelsi og ívilnanir og ríkið (eða bankarnir) varð að hlaupa undir bagga með stærstu útgerðarfélögunum. Síðustu árin hefur hann borið ó- hernju auð í bú þjóðarinnar, og er auðvelt að sýna með tölum, að nærri allt útflutningsmagn landsmanna er sjávarafurðir. Utflutn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.