Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 73
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
183
Verkalýð íslands og sjómannastétt er það ljóst, í hvert óefni þess-
um málum hefur verið stefnt. Hann skilur til fulls, hvílík þjóðar-
nauðsyn það er, að skipastóllinn sé endurnýjaður, og það strax,
þegar tækifæri gefst. Hann býðst til að styðja farmenn og fiskimenn
til að vinna að framgangi þessara mála. Hann er því sannarlega
fylgjandi, að ríkið leggi fram ríflegar fjárupphæðir til þess að
tryggja grundvöllinn að aðalatvinnuvegi landsmanna. En það væri
ekki að ástæðulausu, þótt verkamenn og aðrar vinnandi stéttir vildu
fá tryggingu fyrir því, um leið og slík framlög eru veitt, að út-
gerðarbraskarar yrðu ekki einráðir um það hér eftir að reka skipa-
stólinn eingöngu með það fyrir augum að auðga sjálfa sig, en hirða
hvorki um endurnýjun hans, heill þjóðarinnar né hagsmuni þeirrar
atvinnustéttar, sem leggur á sig allt erfiðið við að bera auðinn á
land.
Dæmi þessara tveggja höfuðatvinnuvega þjóðarinnar hefur fært
alþýðunni heim sanninn um, hve óhæfilegt það er, að stjórn þeirra
sé framvegis í höndum yfirstéttarinnar. Það er alger þjóðarnauð-
syn, að vinnandi stéttirnar sjálfar taki stjórn atvinnumálanna í
sínar hendur, eða sjái á annan hátt til þess, að atvinnuvegirnir séu
reknir með hag alþjóðar fyrir augum, en ekki í brjálaðri samkeppni
eftir duttlungum og hagsmunasjónarmiðum ö'rfárra fjárglæfra-
manna eða afturhaldsstefnu pólitískra braskara. Bandalag vinnandi
stétta væri öflugasta tækið, sem alþýðan getur skapað sér, til að
ráða úrslitum þessara mála.
Islenzk alþýða hefur haft friðartíma. Hún hefur bætt hag sinn
og getað sameinazt og styrkt aðstöðu sína. Gömlu þjóðstjórnar-
öflin kollsigldu sig um tírna á kúgunartilraunum sínum gagnvart
verklýðshreyfingunni. Þau hafa hvorki þorað né haft mátt til að
hefja sókn á hana. Það hafa liðið svo tvö Alþingi, að engin of-
beldisákvæði hafa verið samþykkt þar, heldur verið komið fram
þó nokkrum hagsbótum, einkum í tryggingarmálum og menningar-
málum. En afturhaldið gamla situr enn sem fyrr á svikráðum við
alþýðuna. Þrátt fyrir það, að þjóðstjórnarbrotin öll vita, að stjórn-
arstefna þeirra hefur ekkert að flytja þjóðinni nema atvinnuleysi og
nýtt öngþveiti, er sameiginlegt kappsmál þeirra allra að þrjózkast
fram í dauðann við að skilja slíkt og viðurkenna. Einn hrópar: