Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 79
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 189 í Alaska, hafa liðsforingjar vorir og hermenn unnið kraftaverk, en allt af sömu hógværð, sem væru það hversdagsverk. En ég get fullvissað yður um, að öll þessi verk eru tákn amerísks hugvits, getu og dirfðar og verðugur minnisvarði amerískum hermönnum. (2) Meðan ég dvaldi í Rússlandi fyrir sex árum, ferðaðist ég um þúsundir mílna í Hvíta-Rússlandi, Úkraínu, Kákasus og Donets- héruðunum, til þess að kynna mér iðnað og akuryrkju á þeirn stöð- um, þar sem sagt var að 60% af iðnaði Rússlands væri framleitt. í þetta sinn langaði mig til að skoða landið hjá Úralfjöllunum og í Síberíu, svo að ég fór heimleiðis um Alaska. í einni borg í Úral sá ég iðjuver, sem höfðu verið flutt heil frá Kiev og Karkov. Með þessum iðjuverum voru fluttar fjölskyldur í þúsundum flutningabíla. Mörg hundruð stór, hálfrar þriðju hæðar tígulsteinahús, byggð í mílnalöngum röðum, voru reist handa verka- fólkinu á átján mánuðum. Ég hafði heyrt getið um þetta, lesið um það, en þegar ég sá það með eigin augum, skildi ég, hve tröllaukið starf þessi þjóð hefur unnið. (3) Hvað Síberíu snertir, mun ég aldrei gleyma þeim áhrifum, sem hún hafði á mig. Mörg hundruð mílna víðáttumikil flatneskja af fögru landi, alsett trjágróðri, vötnum og hálsum og geilað hugð- óttum ám. Þegar ég flaug yfir þetta land í 1000 til 1500 feta hæð gafst mér að líta geysimikil akuryrkjuhéruð. Þar voru á mörg hundruð fermílna svæði stórir akrar, stærri en bæjarlönd vor, í mismunandi lit gróðurtegundanna, allir sánir, og úr lofti að sjá mjög vel hirtir. Auðlegð akuryrkjunnar fyrir austan Moskvu, í Síberíu, er svo mikil, að hún nægir til að fæða heilt heimsveldi. Og meðfram allri strönd- inni, sem veit að vestri vors lands, sá ég stórar borgir, borgir, sem þotið hafa upp með hraða sprengingar, byggðar í ferhyrning eins og borgirnar á grassléttum vorum, þéttsettar verksmiðjum, stórum iðjuverum og gnæfandi reykháfum, borgir, þar sem íbúatalan fyrir nokkrum árum fór ekki fram úr fáum þúsundum, nú með hundruð- um þúsunda íbúa. Ég sá eitt iðjuver, sem framleiddi orustuflugvélar af tegund, sem óþekkt var í júní 1941, og verksmiðjurnar, sem smíða þær og vél- arnar í þær voru ekki til fyrir tveimur árum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.