Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 82
192 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Orð nægja ekki til að lýsa skelfingu þessa sjónarsviðs. Að öllu samanlögðu var þetta hið hræðilegasta, viðbjóðslegasta og fordæmingarverðasta, sem ég hef séð. Það er ótrúlegt, að slíkur blettur skuli hafa verið settur á siðmenningu vora af svo kölluðum siðuðum mönnum. Ég og allir förunautar mínir fylltust brennandi reiði. En þessi sýn hafði einnig önnur áhrif, hún vakti hjá okkur lotningu fyrir og hrifningu yfir þeirri karlmennsku, sem gerði hin- um vösku mönnum unnt að snúa bökum að ánni, sviftir öllum undanhaldsleiðum, og berjast áfram frá barmi glötunar, skref eftir skref, fram til sigurs, og að uppræta eða taka til fanga fjögur hundruð þúsundir fjandmannanna. Að lokum vil ég taka það fram, að það er, að öllu athuguðu, óhrekjanlegur sannleikur, að án hjálpar Rússlands í þessu stríði mundum vér hafa verið staddir í ægilegum háska. An Rússlands getum vér ekki gert ráð fyrir tryggum friði. Rússland, eins og brezka heimsveldið, Kína og vér sjálfir, er of voldugt til þess að verða haldið utan við friðarbandalag. Siðmenningin á geysimikla skuld að gjalda hrezka heimsveldinu og fyrir hið ódauðlega Dunkerque-afrek þess. Einnig Kína og hin- um hraustu Hollendingum, hinum vösku Norðmönnum, hinum huguðu Belgjum, Tékkum og Júgóslövum, sem og öllum þeim þjóð- um, er enn berjast gegn Hitler í herteknu löndunum. En ekki skyld- um vér gleyma þeirri afskaplegu skuld, sem vér eigum að gjalda Sovétríkjunum. Það er ekki ofmælt, hugsa ég, að ef ekki hefði notið við Rauða hersins og Sovétríkjanna, kynni Þjóðverjum að hafa tekizt að leggja undir sig alla Afríku, kynnu þeir að hafa komið í veg fyrir sigur vorn í Túnis, kynnu að hafa sameinazt Japönum í Indlandi og við Persaflóann. Hefði það komið fyrir, mundu fjandmenn vorir, en ekki vér, skipa fyrir um hernaðaraðgerðir hvarvetna á hnettinum. Það er að vísu satt, að Rússar börðust fyrir sínu eigin frelsi, fyrir sín eigin heimili. En það er engu að síður satt, að þeir frels- uðu siðmenningu vora. Eigi að verða friður í heiminum, verður hann að grundvallast á samkomulagi milli Breta, Rússa, Kínverja, Bandaríkjamanna og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.