Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 82
192
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Orð nægja ekki til að lýsa skelfingu þessa sjónarsviðs.
Að öllu samanlögðu var þetta hið hræðilegasta, viðbjóðslegasta
og fordæmingarverðasta, sem ég hef séð. Það er ótrúlegt, að slíkur
blettur skuli hafa verið settur á siðmenningu vora af svo kölluðum
siðuðum mönnum. Ég og allir förunautar mínir fylltust brennandi
reiði. En þessi sýn hafði einnig önnur áhrif, hún vakti hjá okkur
lotningu fyrir og hrifningu yfir þeirri karlmennsku, sem gerði hin-
um vösku mönnum unnt að snúa bökum að ánni, sviftir öllum
undanhaldsleiðum, og berjast áfram frá barmi glötunar, skref eftir
skref, fram til sigurs, og að uppræta eða taka til fanga fjögur
hundruð þúsundir fjandmannanna.
Að lokum vil ég taka það fram, að það er, að öllu athuguðu,
óhrekjanlegur sannleikur, að án hjálpar Rússlands í þessu stríði
mundum vér hafa verið staddir í ægilegum háska. An Rússlands
getum vér ekki gert ráð fyrir tryggum friði. Rússland, eins og
brezka heimsveldið, Kína og vér sjálfir, er of voldugt til þess að
verða haldið utan við friðarbandalag.
Siðmenningin á geysimikla skuld að gjalda hrezka heimsveldinu
og fyrir hið ódauðlega Dunkerque-afrek þess. Einnig Kína og hin-
um hraustu Hollendingum, hinum vösku Norðmönnum, hinum
huguðu Belgjum, Tékkum og Júgóslövum, sem og öllum þeim þjóð-
um, er enn berjast gegn Hitler í herteknu löndunum. En ekki skyld-
um vér gleyma þeirri afskaplegu skuld, sem vér eigum að gjalda
Sovétríkjunum.
Það er ekki ofmælt, hugsa ég, að ef ekki hefði notið við Rauða
hersins og Sovétríkjanna, kynni Þjóðverjum að hafa tekizt að
leggja undir sig alla Afríku, kynnu þeir að hafa komið í veg fyrir
sigur vorn í Túnis, kynnu að hafa sameinazt Japönum í Indlandi
og við Persaflóann. Hefði það komið fyrir, mundu fjandmenn
vorir, en ekki vér, skipa fyrir um hernaðaraðgerðir hvarvetna á
hnettinum.
Það er að vísu satt, að Rússar börðust fyrir sínu eigin frelsi,
fyrir sín eigin heimili. En það er engu að síður satt, að þeir frels-
uðu siðmenningu vora.
Eigi að verða friður í heiminum, verður hann að grundvallast á
samkomulagi milli Breta, Rússa, Kínverja, Bandaríkjamanna og