Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 86
196
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Samkvæmt hugsanagangi G. Þ. G. gæti sú staðreynd, að verðlag
hækkar svona miklu minna en seðlaveltan, varla átt sér aðra skýr-
ingu en þá, að jafnframt hefðu verið að verki einhver þau öfl, er
stuðlað hefðu að því að minnka, svo sem þessum mismun svaraði,
umferðarhraða peninganna (U) eða auka að sama skapi vörumagn-
ið (Vm) frá því, sem verið hafði fyrir styrjöldina. En reynslan
sýndi einmitt hið gagnstæða. í fyrr nefndri ræðu segir, að kaup-
mátturinn hafi verið mikill og eftirspurnin um ýmis gæði miklu
meiri en framboðið. Því má bæta við, að hið sama hefur átt sér
stað í Ráðstjórnarríkjunum árin fyrir styrjöldina, þó að orsakir
væru aðrar.
G. Þ. G. gæti að vísu sagt, að hefðu stjórnarvöldin ekki tekið í
taumana í því skyni að hefta vöxt dýrtíðarinnar, þá mundi verðlag
smám saman hafa komizt í jafnhæð við seðlaveltuna. í fyrsta lagi
væri slíkt með öllu ósönnuð staðhæfing. í öðru lagi er það að at-
huga, að þótt vissa væri fyrir því, að svo hefði farið einhvern tíma
í framtíðinni, og ætti kvantítetslögmálið að taka til slikrar þróunar,
þá yrði það að víkka á þann hátt, að tekinn væri til greina hraði
verðbreytinga í hlutfalli við vaxtarhraða peningaveltunnar. Og í
þriðja lagi er það, að jafnvel í slíku formi væri kvantítetslögmálið
ekki algilt að heldur, því að skilyrði þess, að það ætti við, væri þá
það, að stjórnarvöldin létu verðlagið afskiptalaust.
TVISVAR TVEIR ERU FJÓRIR
Athugum nú hagfræðilega trúarjátningu G. Þ. G., kvantíetslög-
málið, sem hann vitnar í til staðfestingar umræddum niðurstöðum
sínum. Samkvæmt skilgreiningu hans má rita það þannig: P-U
= Vm-V, þar sem P táknar peningamagnið allt svo og allt það, er
nota má sem peninga,1 U umferðarhraða þess eða tölu viðskipta,2
Vm vörumagnið3 og V meðalverð vörunnar. Þegar um það er að
1 G. Þ. G. skiptir gjaldeyrismagninu í tvo flokka, P og P', en að því er
enginn ávinningur, og er því allt sameinað hér til hægðarauka í hugtakinu P.
2 Ætti að standa: „meðalumferðarhraða þess eða meðaltölu viðskipta mið-
að við gjaldeyriseininguna“.
3 Ætti að standa: „vörumagnið, sem selt er á umræddu tímabili".