Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Qupperneq 87
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
197
ræða að skýra megininntak þessa lögmáls, er raunar nógu nákvæmt
að rita svo: P—Vm-V. Hér er meðalumferðarhraði peninganna
= 1, það er að segja, gert er ráð fyrir því til skilningsléttis, að hver
gjaldeyriseining fari að meðaltali aðeins eina umferð á því tíma-
bili, sem við er miðað. í heild hljóðar skilgreining G. Þ. G. á kvantí-
tetslögmálinu þannig:
„Líkingin táknar því í raun og veru þá mjög svo einföldu stað-
reynd, að það peningamagn, sem greitt er jyrir vörumagnið, sem
fyrir hendi er á ákveðnu tímabili, hlýtur að vera jafnt summunni af
verði allrar þeirrar vöru, sem keypt liejur verið.“
Já, staðreyndin er í sannleika mjög svo einföld. Og um leið og
þessi einfaldleiki staðreyndarinnar er játaður og viðurkenndur, er
ekki annað hægt en falla í stafi yfir einfeldni þeirra hagfræðinga,
sem ímynda sér, að þeir hafi hér fundið þá töfraþulu, er geri þei:n
fært að rata örugglega alla refilstigu verðlagsbreytinganna í nú-
tímaþjóðfélagi. Því að hvað þýðir kvantítetslögmálið samkvæmt
þessari skilgreiningu G. Þ. G.? Það, að upphœð sú, sem greidd er
jyrir ákveðið vörumagn, er jöjn verði vörunnar! Ef keypt eru 5
pund af smjöri á 6 krónur pundið, þá er heildarverðið að krónu-
tölu 5 • 6 = 30! Þetta lögmál höfðu reyndar húsmæðurnar upp-
götvað löngu á undan hagfræðingunum og mættu því með nokkurri
sanngirni krefjast höfundarréttarins sér til handa. Ef bókfærð eru
á þennan hált öll smjörkaup, sem fram fara í þjóðfélaginu á tilteknu
tímabili, ítem öll kaffikaup, sykurkaup o. s. frv. og öllu síðan slegið
saman í eina summu, þá er útkoman nákvæmlega það, sem innifalið
var í kvantítetslögmálinu samkvæmt fyrr greindri skilgreiningu.
Stærðtáknið Vm-V er því í rauninni ekki annað en skammstöfun,
er táknar summuna af öllum þeim fjöldum (pródúktum), sem fengn-
ar eru eins og fjöldin 5 • 6 hér að framan, með því að margfalda
saman tölu keyptra vörueininga í hverjum verðflokki og verð hverr-
ar einingar eins oft og tala viðskipta í þjóðfélaginu á umræddu
tímabili segir til um. Ef vm er látið tákna fjölda vörueininga í
hverjum verðflokki, hvert sinn er viðskipti fara fram, og v verð
hverrar einingar, kemur þá út heildarverðið P = 2 vm 'v ( 2 er
summumerki) d Sé nú hins vegar Vm látið tákna heildartölu vöru-
1 Ef umferðarhraðinn er tekinn til greina, verður að rita V p • u = V vm ■ v,