Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Qupperneq 89
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
199
aðan hlut, varpar ekki minnstu ljósglætu á orsakir verðmyndunar
eða verðbreytinga og haggar ekki vitundarögn við þeirri staðhæf-
ingu dómprófastsins, sem um er cleilt.
ÝMSAR RÖKLEYSUR
Ef „peningamagnið“ í fyrr nefndri skilgreiningu er látið tákna
allan þann gjaldeyri, sem hefur raunverulega verið notaður í við-
skiptum á hinu tiltekna tímabili, og „vörumagnið“ alla þá vöru,
sem gengið hefur kaupum og sölum á sama tímabili, eins og G. Þ. G.
gerir í tilgreindri setningu, þá eru jöfnurnar P-U = Vm-V óneit-
anlega fullkomlega rökréttar í sjálfum sér. En jafnframt verður
að viðurkenna, að þær eru gersneyddar öllu innihaldi, öllu orsaka-
sambandi. Því að augljóst er, að fjárhæð, sem noluð hefur verið
til kaupa á ákveðnu vörumagni, getur ekki framar haft nein áhrif
um verð á því vörumagni. Hún getur með öðrum orðum ekki
ákvarðað verð þeirrar vöru, „sem keypt hejur veriðil. Slíkt orsaka-
samband getur einungis komið til greina, þar sem um er að ræða
ákveðna fjárhæð og verð á vörumagni, sem keypt mun verða.
Orsökin er sem sé alltaf á undan afleiðingunni. Og þó að G. Þ. G.
vildi halda því frarn sér til afsökunar, að hann hefði ekki eingöngu
haft í huga það peningamagn, sem er raunverulega í veltu á tíma-
bilinu, heldur allan þann gjaldeyri, sem til er í þjóðfélaginu, mundi
það ekki bæta úr skák. Ef vér viljum láta fyrr nefndar jöfnur ná
einnig til þess gjaldeyris, sem liggur óhreyfður á tímabilinu, gríp-
um vér reyndar í tómt. Því að fé, sem er ekki notað til neins konar
viðskipta, hefur alls engan umferðarhraða eða, öllu heldur, umferð-
arhraði þess er 0. Hver eining þessa fjár kemur fram í jöfnunum
2 p • u = S vrn ■ v margfölduð með þættinum 0 og bætir því engu
við það, sem fyrir var. Útkoman verður með öðrum orðum eins
og þessi hluti fjárins hefði aldrei verið tekinn til greina.
Eins og við er að búast, leiðist G. Þ. G. út í fáránlegustu rök-
leysur, þegar hann tekur sér fyrir hendur að rekja þræði orsaka og
afleiðinga út úr þessum innantómu jöfnum, sem eiga sér aðeins
formslegt gildi. Til dæmis segir hann: „Aukist vörumagnið, sem er
til kaups (Vm), en haldist peningamagnið (P) og umferðarhraði