Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Qupperneq 90
200
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þess (U) óbreytt, hlýtur verðlag (V) að lækka.“ Rétt er það, að
þetta mun koma fram oftast nær, þó að of mikið sé að segja, aS
svona hljóti að fara (t. d. ef auðhringar bindast samtökum um að
halda verðinu uppi). En G. Þ. G. þakkar þetta jöfnunum P-U
= Vm-V. Það er á algerum misskilningi reist. Athugum (eins og
G. Þ. G. hvetur lesandann til að gera) áhrif fleiri breytinga á hverj-
um einstökum þessara þátta. Hvernig færi t. d. með sömu forsend-
um, ef V lækkaði? Samkvæmt jöfnunum ætti þá Vrn að hækka. En
í heimi veruleikans mundi lækkandi vöruverð að jafnaði hafa í för
með sér lækkandi framboð á hlutaðeigandi vörum. Þetta lækkandi
framboð gæti svo með öðru leitt af sér hækkandi vöruverð síðar
meir og það aftur enn síSar hækkandi framboð. — G. Þ. G. segir
enn fremur: „. . . .sé fyrir hendi ákveðið vörumagn (Vm), og hald-
ist peningamagn (P) óbreytt, en sé vöruverð (V) lækkað frá því
verði, er skapa mundi jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, þá
blýtur tala viðskipta (U) að minnka, — það geta ekki orðið nógu
mörg viðskipti til þess að fullnægja eftirspurninni. ÞaS verður m.
ö. o. vöruskortur.“ Rétt er það, að vöruskortur verður, þegar fram
í sækir, en ekki af því, að tala viðskipta, minnki, heldur einmitt
vegna hins, að hún eykst með lœkkandi verðlagi (vaxandi eftir-
spurn). Afleiðing af þessum vöruskorti, en ekki orsök hans, verður
svo það, að tala viðskipta minnkar. — „En sé vöruverð hækkað“,
segir G. Þ. G., „að öðru óbreyttu, hlýtur varan (hluti af Vm) að
verða óseljanleg“. Ekki gerir hann þó frekari grein fyrir því, hvers
vegna varan verði óseljanleg. Eftir fyrri hugsanagangi hans og sam-
kvæmt jöfnunum ætti orsökin að vera sú, að af auknu vöruverSi
leiddi aukna tölu viðskipta. En í reyndinni hefur aukið vöruverð
að jafnaði í för með sér minnkandi eftirspurn og þar með lækkandi
tölu viðskipta, og þess vegna verður liluti af vörunni óseljanlegur.
Af þessum dæmum gæti G. Þ. G. lært það, aS í heimi reynslu og
veruleika gilda allt önnur lögmál en í hinni innantómu veröld for-
málans P-U = Vm-V.