Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 94
204
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
því stafi vöruskorturinn. Hér að framan hefur verið sýnt fram á,
að eigi kvantítetslögmálið að vera eitthvað annað en fánýtur hé-
gómi, þá geti það ekki átt við nema þar, sem ríkir nokkurn veginn
frjáls samkeppni, eða þar sem verðmyndun er „frjáls“. Á vöru-
markaði frjálsrar samkeppni getur hins vegar ekki orðið þrávirkur
vöruskortur, svo að árum skipti. Fyrir því sjá hin „sjálfvirku“ jafn-
vægislögmál markaðarins. Komi til vöruþurrðar í einhverjum grein-
um, hækkar vöruverðið, áður en langt um líður, og afleiðing þess
verður aftur sú, að fjármagn streymir til hlutaðeigandi framleiðslu-
greina, þar til framhoðið er orðið jafnvægt eftirspurninni. Þrávirk-
ur vöruskorturinn í Ráðstjórnarríkjunum er því sönnun þess, að
kvantítetslögmálið er þar ekki í gildi, og ekki efast ég um, að
Ricardo gamli hefði sjálfur litið þann veg á.
Hér verður að geta um enn eina tegund misskilnings í sainbandi
við kvantítetslögmálið, sem gætir mjög meðal borgaralegra hag-
fræðinga og kemur sérstaklega skýrt fram hjá G. Þ. G., þar sem
liann sakar mig um að tefla Ricardo fram gegn kvantítetslögmálinu,
einum aðalhöfundi þess. í grein minni var raunar ekki orð um af-
stöðu Ricardos til kvantítetslögmálsins. Það, sem veldur þessum
misskilningi G. Þ. G., eru þau orð mín, að Karl Marx hefði sýnt
fram á, að vöruverð ákvarðaðist í raun og veru af allt öðru en
hlutfallinu milli vörumagns og peningamagns í umferð og þeir
Adam Smith og Ricardo hefðu áður skýrt verðmyndunina á svip-
aðan hátt og Marx í aðalatriðum. Vissulega ætti ekki að þurfa að
taka greinilegar til orða en þetta í rökræðum við hagfræðing, til
þess að hann skildi, um hvað er að ræða. Ég geri hér mun á
ver'Smyndun og verSsveiflum. Og vitanlega átti ég við það, að þeir
þrír hagfræðingar, sem nefndir voru, skýrðu verðmyndunina ekki
út frá kvantítetslögmálinu, heldur virðishugtakinu, sem er aftur á
sérstakan hátt leitt af hugtaki mannlegrar vinnu. Virði vörunnar var
að þeirra dómi það, sem ákvarðaði verð hennar, en verðið gat
hins vegar, að því er þeim kom saman um, sveiflazt upp eða niður
fyrir virðið svo sem nokkurs konar jafnvægisdepil, og er hér að
ræða um eilt helzta grundvallaratriði hagfræðivísindanna, sem þau
geta ekki gengið fram hjá, eigi þau að geta talizt eitthvað annað
en gervivísindi. Kvantítetslögmálið má stundum, þegar sérstaklega