Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Qupperneq 98
EGGERT STEFÁNSSON:
Blanda er iðin. Hún rennur áfram og áfram. Hér við klettana
hægir hún á sér, snýr viS, nokkuS af henni, og fleygir sér svo meS
krafti aftur út í miSiS, og kemst í gegnum bergiS til óssins, til hafs.
FerSin er enduS. Svona hefur þetta veriS í þúsund ár, milljón ár.
Brotizt í gegn einhverntíma á þessum staS, fylgt sínu lögmáli, skap-
aS sér lögmáliS, tryggt sér sinn farveg, rutt sér braut, ofan úr ó-
byggSum, niSur dalinn, gegnum björgin, náS til hafs. FerSin er
enduS. Milljón ár, þúsund ár alltaf hiS sama: renna, renna, út í
ósinn.
Blanda gefur ekki út blaS, er segi fréttir af ævi hennar. Ekkert
telegramm kemur frá henni. Hún er hljóS, á mennska vísu, og alger-
lega tilfinninga- og þekkingarlaus.
Hún veit ekki einu sinni, aS bakkar hennar hér nágrennis heita
Langidalur, og aS lítiS þorp, Blönduós, er sprottiS upp viS ósinn,
aS lítil kirkja stendur viS bakkann, sem hún hefur myndaS, meS
turn, sem er eins og húfa hirSfíflsins í sorgarleikjum Shakespeares
— hún veit ekkert.
A bökkum hennar er hlegiS, grátiS, lifaS og dáiS í lítil þúsund
ár. HvaS er þaS á viS hennar milljón ár. Stein eftir stein hefur hún
grafiS á leiS sinni til óssins, í straumum þungum og þöglum. Og
kynslóS eftir kynslóS hefur hnigiS viS bakka hennar. ÞaS er ekki
hennar aS fárast yfir slíku.
ÞaS er ekki rétt aS segja, aS hún sé hljóS, hún Blanda. Nú er hún
farin aS tala viS mig. „HeldurSu ekki ég hafi heyrt þig segja frá
bændunum, sem fóru óraveg til aS kaupa þorskhausa í Grindavík,
sem Tryggvi Gunnarsson reiknaSi út, aS væru dýrustu matarkaup
í heimi, og hvernig þeir settu folöldin, sem merarnar köstuSu, ofan
á baggana þeirra?“ „Jú, ég heyri þaS, en þiS eruS allir þorskhausar,
þessir vesalingar, sem ég hef kynnzt í þúsund ár. Þúsund ár, hvaS