Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 99
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
209
er það? íslands þúsund ár. Hugsið ykkur mín milljón ár, þá mynd-
uð þið syngja. Því snúa ekki höfuðin á íslendingum aftur? Þið
talið alltaf um þúsund ár og þúsund ár. Hugsið ykkur þúsund ár
fram. Þá væri kannski einhver leið að tala við ykkur. Þá rennið þið
eitthvað áfram. Annars þekki ég engan, sem hefur trítlað hjá mér
í þúsund ár, nokkra áratugi, það er allt, svo eruð þið farnir — og
hvernig er hægt að taka mark á svona peðum. Þið hlæið og grátið
á víxl, þessa stuttu stund, hreykið ykkur, dansið á bökkum mínum,
gleðjist og syrgið yfir engu og hverfið svo. Þið eruð þorskhausar.
Systir mín, Níl, hefur sagt mér frá mörgu skrítnu hjá sér. Þar hafa
manneskjurnar þó trítlað í nokkur þúsund ár, reist pýramida og
hof yfir guði sína. Hvar eru þau nú? Og hvar eru guðir þeirra?
Þorskhausar, það eru manneskjurnar. Níl vaggaði Móses í sefinu,
svo hvarf hann og kom aldrei aftur til að þakka henni. Hún hefði
þó getað tekið hann í djúp sitt. Níl rennur þó áfram, flæðir yfir
bakka sína, veitir áburði á landið, mettar milljónir manna, renn-
ur og rennur, að ósi....“
„Við höfum líka annað eðli en þú, Blanda mín, leyfi ég mér að
skjóta inn í orðaflaum hennar um okkur manneskjurnar. Við höf-
um þjóðskipulögin, árfarveg þjóðfélaganna. .. .“
„Jú, heldur það. Níl hefur sagt mér, að þar um hafi þeir þvælt
og ruglað, öld eftir öld, drekkt í sér hverir öðruin, drepið og niyrt
hverir aðra, og ennþá hafa þeir engan farveg. Það hef ég, sjáðu,
farveg minn traustan og öruggan í milljón ár. . . . Nei, þið eruð
þorskhausar og farvegslausir í öllum ykkar gjörðum og áformum.
Þið eruð minna verðir en regndropi, er gufar upp, í skrípaleik
ykkar.. .. “
Eg geng frá ánni, mér leiðist þetta raus hennar, og hroki. Eg
legg mig í móann fyrir ofan ána. Lóan syngur í móanum, styggist
og flýgur upp, fram og til baka og yfir ána. Ég stend upp sigri
hrósandi og geng niður að ánni. . . .
„Nú hef ég þig, stolta fljót,“ ávarpa ég hana, „nú skal ég sigra
þig og auðmýkja. Þið Níl þurfið ekki að hreykja ykkur upp. Ég
sé gegnum stolt ykkar og hroka. Þið rennið og rennið, en þið eruð
ekki frjálsar. Þið eruð í fjötrum, ykkar farvegur eru fjötrar ykkar.
Fuglinn kenndi mér það. Hann flýgur yfir þig og upp með þér og
14