Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 104
214 TIMARIT MALS OG MENNINGAR um, kistan tóm og lampinn seldur, þá fremur nálin lífshættuleg skrípalæti milli fingra hennar. Sortinn yfir brá hennar býr yfir þrumuveðri, eldingar leika í hinum litlu, gráu, innsognu augum hennar. Hann heldur áfram að „kenna“, óvitandi um hið hættuþrungna andrúmsloft, sér ekki, að hún lætur sokkinn detta og fer að snúa upp á fingurna í örvæntingu, sér ekki, að enni hennar er hrukkótt af áhyggjum, annað augað lokað, en hinu beint að honum, hinum lærða eiginmanni hennar, með augnaráði, sem gæti látið hverja taug hans titra af hrolli, sér ekki þurrar varir hennar skjálfa og kjálka hennar hreyfast. Hún reynir að stilla sig af öllum mætti, en óveðrið í sál hennar magnast stöðugt. Við hið minnsta tilefni mun það brjótast út. Hið ótrúlegasta gerist. Hann var einmitt með ánægjulegri ró að þýða eina setningu úr talmúðnum. „Og af því lærum við að skilja, að —“. Lengra komst hann ekki. Orðið „skilja“ var neistinn og hjarta hennar var púðrið. Það stóð í ljósum loga á samri stundu. Stillingu hennar var lokið, hið óheppilega orð opnaði allar flóðgáttir, vatnið streymdi út og svipti öllu með sér. Skilja! sagðir þú skilja? 0, þú ættir að skilja, herra heimsins, hrópaði hún hásri, reiðiþrunginni röddu. Þú ættir að skilja! Já! Þú! hvæsti hún eins og naðra. Páskarnir eru að koma — firamtu- dagur í dag — og barnið veikt, og ekki til dropi af mjólk handa því. Ha? Hún nær ekki andanum, mögur hrjóst hennar hefjast, augun leiftra. Hann situr eins og steingervingur. Loks stendur hann á fætur og skáskýtur sér til dyranna, fölur og andstuttur af hræðslu. Við dyrnar snýr hann sér að henni og sér, að ástríðan hefur lamað jafnt hönd hennar og tungu. Hann kiprar augun, stingur horni af vasaklútnum milli tannanna, færir sig enn fjær, dregur þungt andann og tautar: Hlustaðu kona, veiztu, hvaða afleiðingar það hefur að brjóta hoðorð Mósesar? Að lofa ekki eiginmanni sínum að lesa í friði, að bera sífelldar áhvggjur fyrir daglegu brauði. Hver fæðir fugla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.