Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 104
214
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
um, kistan tóm og lampinn seldur, þá fremur nálin lífshættuleg
skrípalæti milli fingra hennar. Sortinn yfir brá hennar býr yfir
þrumuveðri, eldingar leika í hinum litlu, gráu, innsognu augum
hennar.
Hann heldur áfram að „kenna“, óvitandi um hið hættuþrungna
andrúmsloft, sér ekki, að hún lætur sokkinn detta og fer að snúa
upp á fingurna í örvæntingu, sér ekki, að enni hennar er hrukkótt
af áhyggjum, annað augað lokað, en hinu beint að honum, hinum
lærða eiginmanni hennar, með augnaráði, sem gæti látið hverja
taug hans titra af hrolli, sér ekki þurrar varir hennar skjálfa og
kjálka hennar hreyfast. Hún reynir að stilla sig af öllum mætti, en
óveðrið í sál hennar magnast stöðugt. Við hið minnsta tilefni mun
það brjótast út.
Hið ótrúlegasta gerist.
Hann var einmitt með ánægjulegri ró að þýða eina setningu úr
talmúðnum. „Og af því lærum við að skilja, að —“. Lengra komst
hann ekki. Orðið „skilja“ var neistinn og hjarta hennar var púðrið.
Það stóð í ljósum loga á samri stundu. Stillingu hennar var lokið,
hið óheppilega orð opnaði allar flóðgáttir, vatnið streymdi út og
svipti öllu með sér.
Skilja! sagðir þú skilja? 0, þú ættir að skilja, herra heimsins,
hrópaði hún hásri, reiðiþrunginni röddu. Þú ættir að skilja! Já!
Þú! hvæsti hún eins og naðra. Páskarnir eru að koma — firamtu-
dagur í dag — og barnið veikt, og ekki til dropi af mjólk handa
því. Ha?
Hún nær ekki andanum, mögur hrjóst hennar hefjast, augun
leiftra.
Hann situr eins og steingervingur. Loks stendur hann á fætur og
skáskýtur sér til dyranna, fölur og andstuttur af hræðslu.
Við dyrnar snýr hann sér að henni og sér, að ástríðan hefur
lamað jafnt hönd hennar og tungu.
Hann kiprar augun, stingur horni af vasaklútnum milli tannanna,
færir sig enn fjær, dregur þungt andann og tautar:
Hlustaðu kona, veiztu, hvaða afleiðingar það hefur að brjóta
hoðorð Mósesar? Að lofa ekki eiginmanni sínum að lesa í friði,
að bera sífelldar áhvggjur fyrir daglegu brauði. Hver fæðir fugla