Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 106
216 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hvorki þessa heims né annars. Hengja, segir hann, grýta, brenna, hálshöggva, kyrkja, hanga á tungunni, bráðnu blýi hellt ofan í mann, segir hann — fyrir að lítilsvirða boðorðin. Hengja, ha, ha, ha! (í örvinglun:) Já, ég skal hengjast, en hér! Og undir eins. Eftir hverju er að bíða? Barnið grætur hærra, en hún veitir því enn ekki eftirtekt. Snöru, snöru! æpir hún og lítur tryllingslega út í hvert horn her- bergisins. Hvar fæ ég snöru? Eg vildi óska, að hann fyndi ekki nokkurt heilt bein eftir af mér! Ég skal að minnsta kosti losna úr einu Gehenna! Hann skal fá að reyna Jiað einu sinni að vera móðir, bezt að sjá hvernig honum geðjast að því! Ég er búinn að fá nóg af því! Látum þetta vera friðþæging mína! Endi, ævilok! Snöru, snöru! Seinasta upphrópun hennar hljómar eins og neyðaróp í eldsvoða. Hún minnist þess, að það er til snara á heimilinu, einhvers staðar. Já, undir eldavélinni — það átti að binda utan um eldavélina um veturinn. Snærið hlaut að vera þar ennþá. Hún flýtir sér, finnur snærið, dýrgripinn, horfir upp í loftið — lampakrókurinn — hún þurfti aðeins að stíga upp á borðið. Hún stígur upp á borðið —. En hún sér ofan af borðinu, að barnið, sem orðið hefur hrætt, hefur setzt upp í vöggunni, hallar sér út fyrir stokkinn og reynir að komast út úr henni, þótt það sé lasburða. Mamma — ma-amma! kveinar það vesaldarlega. Hún fær nýtt reiðiflog. Hún fleygir frá sér snærinu, stekkur ofan af borðinu, hleypur að barninu, þrýstir höfði þess aftur niður á koddann og hrópar: Skárri er það óþekktin í krakkanum! Ég fæ ekki svo mikið sem að hengja mig fyrir því! Ég fæ ekki að hengja mig í friði! Það vill sjúga. Til hvers er það? Þú færð ekkert annað að sjúga en eitur, ekkert annað en eitur hjá mér, skal ég segja þér. Hana þá, vargur, grenjar hún og stingur þurrmjólka brjósti sínu í munn barnsins. Hana þá, sjúgðu — bíttu! Halldór Stefánsson íslenzkaði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.