Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 108
218 TÍMARIT MÁLS OG MEN.NINGAR og vandamálin, sem hún setur fram, vildu margir helzt láta liggja í þagnargildi. Og þó er hún rituð af slíkri hófsemi og fegurð, mann- lýsingarnar svo heiðarlegar og viðburðarásin svo auðug, að lesand- inn kemst ekki hjá því að taka þátt í örlögum Sjódfjölskyldunnar. Áður en ég ræði nánar um síðustu skáldsögu Johns Steinbecks, ætla ég að minnast stuttlega á fyrri verk hans, þar eð þau eru að mestu óþekkt að undanteknu Of Mice and Men (Mýs og menn). Þó má finna í þessum fyrri verkum frjókornin að The Grapes of Wrath. John Steinheck gaf út fyrstu skáldsögu sína, Cup of Gold, 1929, fáum mánuðum áður en kreppan skall á í Ameríku. Þar hafði ungur Kaliforníumaður ritað undarlega bók, því að hún fjallaði um líf sir Henry Morgans, sjóræningja frá dögum Elísabetar, en slíkt söguefni var fjarlægt raunsæismönnunum á Kyrrahafsströnd seint á þriðja tug aldarinnar. Það, sem greindi hana frá öðrum byrjendasögum, voru gallarnir. Hún var laus við öll áhrif frá samtíðarmönnum, Sinclair Lewis, Hemingway og öðrum. Hún var smekkleysisleg. Samtölin, voru i- burðarmikil og óeðlileg. Hið táknræna var út í bláinn. Val um- hverfis og atburða virtist einkum miðað við flúrhneigð höfundar- ins. Þó hitti hann á stöku stað á rétta líkingu, en oftast varð hið auðuga ímyndunarafl fremur til að myrkva en skýra. Eftir að hafa lesið Cup of Gold var ritdómari einn svo í óvissu um höfundinn, að hann sagði, að John Steinbeck myndi annað- hvort verða ritsnillingur eða lélegur rómantíker. Líkurnar fyrir hinu síðara voru 99 gegn 1. Kreppan skall á, og í þrjú ár kom engin bók út eftir John Stein- heck. Ef nokkur hefði veitt því eftirtekt, hefði hann getið þess til, að John Steinbeck hefði látið hugfallast í hruninu, eins og svo margir ungir og rómantískir menn aðrir. En haustið 1932 kom út sundurleitt safn af smásögum í skáld- söguformi og hét The Pastures of Heaven. Þetta er nútímasaga frá Kalíforníu. 1 fljótu bragði er hún mjög ólík Cup of Gold. Hin van- þroskaða rómantík er horfin. Höfundurinn leitast við að skilja líf samtíðar sinnar og einkum leysa úr þeim spurningum, sem brotið var upp á í fyrstu bók hans, sem sé hvaða orsakir lægju til þess, að menn tækju sig upp og yfirgæfu öryggi átthaganna til að leita
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.