Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 108
218
TÍMARIT MÁLS OG MEN.NINGAR
og vandamálin, sem hún setur fram, vildu margir helzt láta liggja
í þagnargildi. Og þó er hún rituð af slíkri hófsemi og fegurð, mann-
lýsingarnar svo heiðarlegar og viðburðarásin svo auðug, að lesand-
inn kemst ekki hjá því að taka þátt í örlögum Sjódfjölskyldunnar.
Áður en ég ræði nánar um síðustu skáldsögu Johns Steinbecks,
ætla ég að minnast stuttlega á fyrri verk hans, þar eð þau eru að
mestu óþekkt að undanteknu Of Mice and Men (Mýs og menn). Þó
má finna í þessum fyrri verkum frjókornin að The Grapes of Wrath.
John Steinheck gaf út fyrstu skáldsögu sína, Cup of Gold, 1929,
fáum mánuðum áður en kreppan skall á í Ameríku. Þar hafði ungur
Kaliforníumaður ritað undarlega bók, því að hún fjallaði um líf
sir Henry Morgans, sjóræningja frá dögum Elísabetar, en slíkt
söguefni var fjarlægt raunsæismönnunum á Kyrrahafsströnd seint
á þriðja tug aldarinnar.
Það, sem greindi hana frá öðrum byrjendasögum, voru gallarnir.
Hún var laus við öll áhrif frá samtíðarmönnum, Sinclair Lewis,
Hemingway og öðrum. Hún var smekkleysisleg. Samtölin, voru i-
burðarmikil og óeðlileg. Hið táknræna var út í bláinn. Val um-
hverfis og atburða virtist einkum miðað við flúrhneigð höfundar-
ins. Þó hitti hann á stöku stað á rétta líkingu, en oftast varð hið
auðuga ímyndunarafl fremur til að myrkva en skýra.
Eftir að hafa lesið Cup of Gold var ritdómari einn svo í óvissu
um höfundinn, að hann sagði, að John Steinbeck myndi annað-
hvort verða ritsnillingur eða lélegur rómantíker. Líkurnar fyrir hinu
síðara voru 99 gegn 1.
Kreppan skall á, og í þrjú ár kom engin bók út eftir John Stein-
heck. Ef nokkur hefði veitt því eftirtekt, hefði hann getið þess til,
að John Steinbeck hefði látið hugfallast í hruninu, eins og svo
margir ungir og rómantískir menn aðrir.
En haustið 1932 kom út sundurleitt safn af smásögum í skáld-
söguformi og hét The Pastures of Heaven. Þetta er nútímasaga frá
Kalíforníu. 1 fljótu bragði er hún mjög ólík Cup of Gold. Hin van-
þroskaða rómantík er horfin. Höfundurinn leitast við að skilja líf
samtíðar sinnar og einkum leysa úr þeim spurningum, sem brotið
var upp á í fyrstu bók hans, sem sé hvaða orsakir lægju til þess,
að menn tækju sig upp og yfirgæfu öryggi átthaganna til að leita