Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 109
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
219
gæfunnar annars staðar. Og hver voru þau bönd ástar og haturs.
sem tengdu menn við landið, sem þeir erjuðu.
Athygli Steinbecks beinist að brautryðjendum á ýmsum iímum,
manninum frá dögum Elísabetar, sem tekur sér skip og siglir til
Spanish Main, bóndanum, sem yfirgefur jörð sína í miðvesturríkj-
unum og brýtur nýtt land í Kalíforníu, verklýðsleiðtoganum, sem
gengur fram fyrir skjöldu og hættir lífi sínu til að fá tímakaupið
hækkað um tíu sent. Hann velur sér að söguhetju þann mann, sem
setur þrá sína eftir nýju landi, eða nýju skipulagi, ofar eiginhags-
munum.
„Þú ert lítill drengur," segir Merlin í Cup of Gold. „Þig langar að ná í
tunglið til að drekka úr því eins og gylltum bolla. Og þess vegna er sennilegt,
að þú verðir mikill maður — ef þú aðeins heldur áfram að vera lítið barn.
011 mikilmenni heimsins hafa verið litlir drengir, sem langaði að ná í tunglið.
A hlaupum sínum og príli náðu þeir stundum í fiðrildi. En sá, sem heldur
áfram að þroskast og fær fullorðins manns hugsun, veit, að hann getur ekki
náð í tunglið, og myndi ekki langa til þess, þó að hann gæti það — og þess
vegna nær hann ekki heldur í fiðrildið.“
Í In Dubious Battle segir Mac um Jim Nolan, sem hefur verið
skotinn af vökumanni: „Þessi sérvitringur sóttist ekki eftir neinu
handa sjálfunt sér.“ Síðustu orð Jimma í Grapes of Wrath, áður en
hann fær kylfuhögg í höfuðið eru þessi: „Þið vitið ekki, hvað þið
eruð að gera. Þið eruð að stuðla að því, að börn verði hungur-
morða.“ Hann er söniu tegundar og Joseph Wayne, sem þrjátíu
árum áður finnur sig knúinn til að yfirgefa heimkynni sitt, af því
að „þeir eru að skipta upp landinu vestur frá. Maður þarf ekki að
búa nema eitt ár á jörðinni, byggja hús og plægja dálítinn blett,
og þá á maður landið. Enginn getur tekið það af manni.“
Andi brautryðjendanna er jafnan hinn sami á hinum ýmsu tím-
um, en athafnirnar ólíkar. Einn er landkönnuður, annar bóndi, sem
brýtur nýtt land, þriðji boðar nýjar hugsjónir, fjórði skipuleggur
verklýðsfélög.
I The Pastures of Heaven er Steinbeck að þreifa sig áfram til
síðari verka sinna. Smásögur hans eru frumdrættir skáldsagnahöf-
undar, sem margar eru teknar og fylltar út síðar.
En bak við þær allar felst hæðni. sem sprottin er af mótsetningu