Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 113
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 223 Hverjum manni, sem gaf af fötum sínum, fannst sem hann ætti sinn hlut í verkinu. Þeim finnst þeir allir bera ábyrgð á þessu barni. Það er þeirra, því að hver þeirra hefur lagt því nokkuð af því, sem hans var. Ef þeir fengju fötin aftur, væri þeim barnið óviðkomandi. Bezta aðferðin við að binda menn í félagsskap er að láta þá leggja eitthvað af mörkum til hans. Eg er viss um, að núna eru þeir allir hæstánægðir.“ Sagan sýnir okkur, hvernig hópur lánleysingja verður að sam- hentum, einbeittum mönnum með aga og sjálfsvirðingu. Baráttan er hörð. Menn þjást og láta lífið. En þjáningarnar eru sameigin- legar eins og sigrarnir. Ritdómari Daily Telegraph sagði: „Þetta er ein af þeim fáu vel heppnuðu áróðursskáldsögum, sem ég hef lesið. Hún er verulega hættuleg, af því hún er verulega læsileg. I In Dubious Battle er engu orði ofaukið. Sagan er samanþjöppuð og rituð af hinu mesta raun- sæi.“ Réttara hefði verið að segja, að bókin væri vel heppnaður áróður vegna þess, að höfundinum er ekki um það hugað að rita áróður, heldur að draga upp mynd af þeirri félagslegu baráttu, sem verk- falli er samfara. Samúðin hlýtur auðvitað að verða með verkfalls- mönnunum sökum erfiðleika þeirra og þess hugrekkis, er þeir sýna, en ekki vegna neinnar stjórnmálastefnu. In Dubious Battle er fyrsta skáldsagan, er Steinbeck ritar sem þroskaður rithöfundur. Byrjendagallarnir eru horfnir. Mótsetningin milli rökréttrar atburðarásar og táknrænna markmiða er leyst. Sag- an vex fram jafneðlilega og planta af fræi sínu. Oj Mice and Men varð vinsælli en In Dubious Battle. En að mínu áliti mun tíminn sanna, að hún er ekki samboðin snilligáfu Stein- becks. Þessi saga um landhungur hinna flakkandi verkamanna er rituð af fullkominni tækni, en tilfinningasemin, sem að baki liggur, spillir henni til muna. Lennie, risinn, sem hefur sterkar hendur, en veikt höfuð, er hinn of einfaldi, heilagi einfeldningur. Aukapersón- ur eins og svertinginn Crooks eru að vísu sannfærandi. Á leiksviði getur verið, að hægt sé að gera söguna sannfærandi. Einfaldleikinn í meðferð efnisins, sem spillir sögunni, getur lyft leiknum. En að mínum dómi er Curley og kona hans aðeins ný útgáfa af rudda-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.