Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 119
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
229
bótavilja og hugsjónir um að rækta landið, og hafði fest við jörð sína og
land heita tryggð. Það hafði tekið hann sárt að sjá á eftir börnum sínum að
heiman, en starfið hafði þó tekið allan hans hug. — Þar til hann allt í einu
eins og vaknar af svefni við gný yfirþyrmandi atburðar: erlendur her var
stiginn á grund feðra hans, Island hernumið! Og nú sækja að honum spurn-
ingarnar: Ilvað hafði hann verið að hugsa öll þessi ár? I rauninni hafði hann
gengið í svefni, hirt eingöngu um eigin jörð, eigið heimili. Hvar var hann
staddur? Hvar var þjóð hans komin? Hver varð árangur af starfi hans? Hver
var til að taka við af honum? Hvert lá vegur þjóðarinnar? Hvert lágu leiðir
barna hans? Um Harald þurfti ekki að spyrja, um Fiðrildið, eftirlætið hans,
ekki heldur. Hann leit á hana sem glataða, er hún hafði óvirt þjóð sína með
því að blanda blóði við óvini hennar, hernámsmennina. Barn hennar þoldi
hann ekki að sjá, ekki framan af, mýktist þó síðar við bros þess. Eftir stutta
dvöl hvarf það af heimilinu á sorglegan hátt: sturlaði bróðirin kyrkti það.
Og hana sjálfa, Fiðrildið, varð hann að bera heim í fanginu, andaða, úr tjörn
við bæinn, þar sem hún drekkti sér. Um Ilarald og Fiðrildið var ekki lengur
að tala. Og Hákon! Ilann gat ekki þekkt hann fyrir sinn son lengur. Ekki
aðeins, að hann gekk á mála hjá setuliðinu, heldur gerði hann sér ferð á
hendur heim á Miklabæ til þess að sölsa undan föður sínum jörðina í hend-
ur setuliðinu. Þá ólgaði reiðin í brjósti hans. Ef þeir ætluðu sér að hernema
Miklabæ, skyldu þeir vita, að spor þeirra lægju yfir lík bóndans þar. Og hann
vísaði tilboði Hákonar á bug með þungum hug. Og hvaða stefnu hafði Ilákon
tekið: að gerast harðdrægur og vellríkur atvinnurekandi í Reykjavík og svífast
jafnvel ekki þess að selja land feðra sinna í hendur er'endra óvina! Þá var
eftir Máni einn, skáldið, byltingarmaðurinn. Hvaða vonir gat hann gert sér
um hann? Brynjólfur hafði alla tíð verið friðsamur, forðast ofstæki. Nú
heyrði hann þær sögur, jafnvel í útvarpinu, að sonur hans sé ofstækismaður,
seinast dæmdur fyrir landráð. Oft steig honum blóðið til höfuðs, einnig út
af Mána. Stefndu ekki börn hans öll út í ófærur, og hvaða ráð var til bjargar?
„Og óðalsbóndinn Brynjólfur Idákonarson, forframaður í öðrum löndum, af-
sprengi hinnar háleitu frelsisbaráttu íslenzkrar endurreisnar, fósturbarn borg-
aralegrar mannúðar á blómaskeiði hennar, snar þáttur þjóðlegar framsóknar
síðustu áratuga, faðir útgerðar, hermennsku og fagurra lista, liann lét hér
staðar numið, hræddur við sjálfan sig og allan heiminn. Augu hans flögruðu
um húm vornæturinnar eins og fuglar í búri, en þar var enginn opinn gluggi.“
(bls. 87—88). Kona hans, Hildur, skynjar þjóðfélagið og heiminn á annan
veg en bóndi hennar: eingöngu gegnum börn sín. Hún reyndi að inilda skap
hans gagnvart dóttur þeirra og barni hennar, afneitar þjóðernissjónarmiði
hans, blindu og köldu, og ósveigjanlegu til einfalds mannlegs skilnings. Ilún
reyndi einnig að fá hann til að skilja Mána, skáldið, hinn draumlynda, sem
var eftirlæti hennar. Hún finnur, að Máni berst fyrir réttum málstað, og henni
gengur meira að segja furðu vel að færa fram rök fyrir honum. Og hún veit,
skynjar í djúpi hjarta síns, að má’staöur þeirra beggja, Ilaralds og Mána,