Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 123
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 233 með, þar sem blikar fögnuður hefndarinnar í auga bardagabetjunnar. Hið tilfinningaheita skáld, sem ekki hefur fengið að reyna afl sitt við óvininn né svala reiði sinni á glæpamönnum þeim, sem stofna til heimsstyrjalda á nokk- urra ára fresti, ekki fengið að hefna eins barnslífs, er misþyrmt var, hefur enn ekki „þroskazt“ svo, að hann geti litið með jafnvægisfullri ró á atburði okkar tíma, söguefni sitt. Af lífi og sál er hann sjálfur hluttakandi. Hann hefur ekki getað slökkt eld tilfinninganna, þær eru jafnvel enn með æsku- hita, hann hefur ekki lært að verða blaseraður, kann ekki að bregða yfir sig léttúðugri fyndni kæruleysisins, getur ekki leynt sársaukadráttum á andliti stílsins. Frá tæknislegu sjónarmiði hefur höfundur valið sér mjög erfitt viðfangs- efni, bæði að taka viðburði síðustu ára, áður en menn geta séð þá úr nægi- legum fjarska, og eins að þjappa svo yfirgr.'psmiklu efni saman í jafn stutta bók. Efnismagn bókarinnar ber hana líka á ýmsan hátt ofurliði, hin ákveðna stefna hennar þvingar bæði atburði og persónur um of undir ákveðinn vilja höfundarins. Ennfremur hefur höfundur ekki gefið sér tíma til að gefa per- sónunum nógu skýra mynd fyrir augum sér, áður en hann setur þær fram. Þær fá ekki að njóta sín nógu frjálsar í raunverulegu umhverfi sínu, eru ekki lýstar upp frá nógtt mörgum ldiðum. I öðru lagi liggur veikleiki bókarinnar í stílnum. Ilann er íburðarmikill, hlaðinn tilfinningu, en íburðurinn óskýrir atburði og sérstaklega persónur. Höfundur grípur til umsagnar, þar sem at- vikin sjálf eiga að varpa ljósi á persónurnar. Þannig verður stíllinn of miklar umbúðir, ekki nógu aðskorinn. Mál bókarinnar er þróttmikið og fagurt. Hátt yfir listræna galla rís mannleg fegurð þessa verks. Hér er skáld, sem lifir og finntir til, verk, sem ber sannleiksmót þeirra ógnatíma, sem við lifum, en jafnframt fyrirheit um nýja öld. Kr. E. A. íslandsklukkan Halldór Kiljan Laxness: í S LAN DSKLUKKAN Helgafell. Reykjavík 1943. Ilver maður, sem ann listaverki og langar að komast inn í dularheima skáld- skapar og finna þá töfra, sem snilldin byggist á, hefur nóg verkefni að brjóta til mergjar eina sögu Halldórs Kiljan Laxness. Þegar ný skáldsaga kemur út eftir hann, opnast nýr heimur, töfraheimur íslenzku þjóðinni. Mér skilst, að með hinni nýju skáldsögu sinni, Islandsk'.uklcanni, komi Hall- dór lesendum enn á óvart. Ég heyri menn tala um hana á ólíkasta hátt, marga hrifna sökum skilnings, aðra af eftirhermu eða varkárni, af því það þykir allt í einu orðið fínt að dást að Kiljan, ýrnsa gagnrýna söguna á allar hliðar, vegna skilningsskorts eða úlfúðar, enn aðra, þar á meðal menn, er ég hef talið all-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.