Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 124
234 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR góða lesendur að fyrri bókum hans, vera skelkaða yfir því, að nú sé Halldór lagztur í reyfarasmíð. A opinberum vettvangi opnar varla nokkur sinn munn. Annaðhvort treysta menn sér ekki til að túlka verkið, eða þögnin er þeim ekki óljúf. Eg skal viðurkenna, að það er ekkert áhlaupaverk að rita um íslandsklukk- una, ef það á að vera af skilningi gert og svo ítarlega, að almenningur hafi gagn af. Venjulegur smáritdómur hefur ekkert gildi. Allar hækur Kiljans eru þungar aflestrar. Það er enginn svo snjall lesandi, að hann skynji nema brot þeirra við fyrsta lestur. Og Halldór hefur með hverri sögu orðið þyngri af- lestrar, eftir því sem hann nær fastari stíltökum á efninu. En engin skáldsaga leynir eins á sér sem þessi. Eg lái því engum lesanda, sem ekki er því æfðari, þó að hann átti sig alls ekki á Islandsklukkunni við fyrsta lestur, geti jafnvel fundizt vegna stílsins, að hún minni á reyfara. En það er eitthvað annað en svo sé, og í rauninni furðu illa lesið að álykta slíkt. Ég veit ekki, hvað niikill hluti skáldsögunnar er af í þessu bindi. Allar fullyrðingar um það, hver áhrif verða af verkinu í heild, eru því ótímabærar og gætu ekki orðið annað en spádómur. En þar sem um snilldarverk er að ræða, fer þó varla hjá því, að jafnvel fyrsti kaflinn einn ásamt titli hókar- innar bregði upp mynd alls verksins. Gamall maður í „aungvu frábrugðinn öðrum gömlum mönnttm: grátt skegg, rauð augu, stromphúfa, hnýttir fætur, krepti bláar hendurnar um stafprik sitt og hallaðist frarná það tinandi“ var áhorfandi að því, að „eina sameign“ íslenzku þjóðarinnar „sent melin varð til fjár“, klukka fyrir gafli Lögréttu- hússins á Þingvöllum við Oxará er höggvin niður samkvæmt konungsskipun, brotin sundur og flutt burtu. Verkið framkvæmir kóngsböðullinn frá Bessa- stöðum, Sigurður Snorrason, en hefur með sér fanga einn, snærisþjóf af Akra- nesi, Jón Hreggviðsson á Rein. Fangann lætur hann höggva tóverkið, sem hélt klukkunni, en sjálfur brýtur hann hana með sleggju. „Þeir bjuggu um klukku- brotin í skjóðu, sem þeir lyftu síðan til klakks á móti sleggjunni og öxinni.“ Gamli maðurinn mótmælir klukkuráninu og sækir æ lengra rökin: „Farið ekki með dár og spé, góðir dreingir, sagði öldúngurinn þá. Þetta er gömul klukka. Sértu maður prestsins, sagði kóngsins böðull, þá seg þú honum frá mér, að hér tjói hvorki nauð né nú. Við höfum bréf uppá átján klukkur og þessa nítjándu. Við brjótum þær og flytjum í Hólmskip. Ég á aungvunt að standa reikníngsskap utan kónginum. Hann stútaði sig úr pontu án þess að bjóða fylgdarmanni sínum. Guð blessi kónginn, sagði gamli maðurinn. Allar þær kirkjuklukkur sem páfinn átti fyrrum á kóngurinn nú. En þetta er ekki kirkjuklukka. Þetta er klukkan landsins. Ég er fæddur hér í B'áskógaheiðinni. Áttu tóbak? spurði hinn svarti. Helvítis böðullinn tímir ekki að gefa manni í nefið?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.