Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Qupperneq 124
234
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
góða lesendur að fyrri bókum hans, vera skelkaða yfir því, að nú sé Halldór
lagztur í reyfarasmíð. A opinberum vettvangi opnar varla nokkur sinn munn.
Annaðhvort treysta menn sér ekki til að túlka verkið, eða þögnin er þeim
ekki óljúf.
Eg skal viðurkenna, að það er ekkert áhlaupaverk að rita um íslandsklukk-
una, ef það á að vera af skilningi gert og svo ítarlega, að almenningur hafi
gagn af. Venjulegur smáritdómur hefur ekkert gildi. Allar hækur Kiljans eru
þungar aflestrar. Það er enginn svo snjall lesandi, að hann skynji nema brot
þeirra við fyrsta lestur. Og Halldór hefur með hverri sögu orðið þyngri af-
lestrar, eftir því sem hann nær fastari stíltökum á efninu. En engin skáldsaga
leynir eins á sér sem þessi. Eg lái því engum lesanda, sem ekki er því æfðari,
þó að hann átti sig alls ekki á Islandsklukkunni við fyrsta lestur, geti jafnvel
fundizt vegna stílsins, að hún minni á reyfara. En það er eitthvað annað en
svo sé, og í rauninni furðu illa lesið að álykta slíkt.
Ég veit ekki, hvað niikill hluti skáldsögunnar er af í þessu bindi. Allar
fullyrðingar um það, hver áhrif verða af verkinu í heild, eru því ótímabærar
og gætu ekki orðið annað en spádómur. En þar sem um snilldarverk er að
ræða, fer þó varla hjá því, að jafnvel fyrsti kaflinn einn ásamt titli hókar-
innar bregði upp mynd alls verksins.
Gamall maður í „aungvu frábrugðinn öðrum gömlum mönnttm: grátt skegg,
rauð augu, stromphúfa, hnýttir fætur, krepti bláar hendurnar um stafprik
sitt og hallaðist frarná það tinandi“ var áhorfandi að því, að „eina sameign“
íslenzku þjóðarinnar „sent melin varð til fjár“, klukka fyrir gafli Lögréttu-
hússins á Þingvöllum við Oxará er höggvin niður samkvæmt konungsskipun,
brotin sundur og flutt burtu. Verkið framkvæmir kóngsböðullinn frá Bessa-
stöðum, Sigurður Snorrason, en hefur með sér fanga einn, snærisþjóf af Akra-
nesi, Jón Hreggviðsson á Rein. Fangann lætur hann höggva tóverkið, sem hélt
klukkunni, en sjálfur brýtur hann hana með sleggju. „Þeir bjuggu um klukku-
brotin í skjóðu, sem þeir lyftu síðan til klakks á móti sleggjunni og öxinni.“
Gamli maðurinn mótmælir klukkuráninu og sækir æ lengra rökin:
„Farið ekki með dár og spé, góðir dreingir, sagði öldúngurinn þá. Þetta er
gömul klukka.
Sértu maður prestsins, sagði kóngsins böðull, þá seg þú honum frá mér, að
hér tjói hvorki nauð né nú. Við höfum bréf uppá átján klukkur og þessa
nítjándu. Við brjótum þær og flytjum í Hólmskip. Ég á aungvunt að standa
reikníngsskap utan kónginum.
Hann stútaði sig úr pontu án þess að bjóða fylgdarmanni sínum.
Guð blessi kónginn, sagði gamli maðurinn. Allar þær kirkjuklukkur sem
páfinn átti fyrrum á kóngurinn nú. En þetta er ekki kirkjuklukka. Þetta er
klukkan landsins. Ég er fæddur hér í B'áskógaheiðinni.
Áttu tóbak? spurði hinn svarti. Helvítis böðullinn tímir ekki að gefa manni
í nefið?