Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 125
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
235
Nei, sagði öldúngurinn. Mitt fólk hefur aldrei átt tóbak. Það hefur verið
hart í ári. Sonarbörn mín tvö dóu um sumarmálin. Eg er orðinn gamall maður.
Klukkuna ])á arna hefur landið altaf átt.
Hvur hefur bréf uppá það? sagði böðullinn.
Faðir minn var fæddur hér í Bláskógaheiðinni, sagði gamli maðurinn.
Einginn á annað en það sem hann hefur bréf uppá, sagði kóngsins böðull.
Ég trúi það standi í göntlum bókum, sagði öldúngurinn, að þegar Aust-
nienn komu hér að auðu landi bafi þeir fundið þessa klukku í einum helli
við sjó, ásamt krossi sem nú er týndur.
Mitt bréf er frá kónginum segi ég, sagði böðullinn. Og snautaðu upp á
þekjuna Jón Hreggviðsson svartiþjófur.
Þessa klukku má ekki brjóta, sagði gamli maðurinn og var staðinn upp.
Það má ekki flytja hana í Ilólmskip. Hún hefur fylgt alþíngi við Oxará síðan
það var sett — laungu fyrir daga kóngsins; sumir segja fyrir daga páfans.
Það gildir mig einu, sagði kóngsins böðull. Kaupinhafn verður að reisa.
Það liefur geisað stríð og þeir svensku, sem eru djöfuls skálkar og eitt and-
styggilegt fólk, hafa bombardérað staðinn.
Afi minn bjó á Fíflavöllum hér leingra inní Bláskógaheiðinni, sagði gamli
maðurinn eins og liann væri að hefja lánga sögu. En hann komst ekki leingra
En þegar kóngsins böðull hafði hagrætt klukkunni þannig að hann kom
höggi innaná hana, með helluna fyrir viðhögg, hrökk hún um brestinn. Old-
úngurinn var sestur aftur á garðbrotið. Hann horfði tinandi útí bláinn með
sinaberar hendurnar kreptar um prikið."
Böðullinn, er þetta verk fremur í umboði kóngsins, dreþst nokkru síðar í
mýrarlæk drukkinn. Fanginn Jón Hreggviðsson verður aðalpersóna bókarinn-
ar. Eyrir utan snærisþjófnaðinn er hann hýddur af böðlinum fyrir móðgun
við kónginn og síðan dæmdur til lífláts fyrir morð á kóngsböðlinum, þar sem
hann var meðal annarra í fylgd með honum, þegar liann drapst í læknum.
Fyrir bænarstað móður Jóns Hreggviðssonar, sem fer til Skálholts til að biðja
honum líknar, atvikast svo, að lögmannsdóttirin, mágkona biskups, leysir Jón
með aðstoð gæzlumanns lians úr haldi á Þingvöllum nóttina áður en á að
höggva hann, sendir liann með menjagrip og orðtákn til Kaupmannahafnar
á fund Arnae Arnei, „vinar konúngsins“, að hann biðji kónginn að rétta hlut
Jóns vegna hennar. Jón flýr norður á land yfir Arnarvatnsheiði og Tvídægru
og kemst í hollenska fiskiduggu, er flytur hann til Rotterdam, og eftir margs
konar ævintýri kemst hann á fund Arnae og enn síðar, eftir fangelsisvist í
Höfn, er honum af konungi „Ieyft og tillátið undir Vorri vernd í fullu frelsi
til Vors lands Islands að reisa til þess persónulega að mæta sínum réttum
dómurum á Oxarárþíngi, og, ef honum svo líkar, stefna máli sínu fyrir Vorn
Hæsta Rétt hér útí Vorri borg Kaupinhafn." Lengra nær ekki saga Jóns
Hreggviðssonar í þessu bindi.