Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 128
238
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
skinnkyns í öllu því skæðaleysi sem hún hafði orðið að þola um ævina með
þessa mörgu fætur: það var vond skinnpjatla sem ekki var til einhvers nýt í
liörðu ári, þegar margir verða að borða skóna sína, og þó ])að sé ekki nema
þveingspotti er honum stúngið uppí börn til að taungla. Mínir herrar máttu
ekki halda það kæmi til af góðu að henni hafði ekki orðið neitt úr þessu
rifrildi.“
Arnas Arnæus segir við einn samfylgdarmann sinn:
„Það er nú einusinni svo komið, séra Þorsteinn minn, að það fólk sem átt
hefur merkilegastar literas í norðurálfu heims síðan antiqui kýs nú heldur að
gánga á kálfskinni og éta kálfskinn en lesa á kálfskinn gamalt letur.“
Arnas Arnæus er tákn hins sjáandi menningarvilja, er lifað hefur á öllum
ölduni með þjóðinni. Ilann bjargar nafni og heiðri Islands með því að safna
hinum fornu handritum, sem voru að glatast. Sú hugsjón er honum ofar öll-
um persónulegum óskum og örlögum einstaklinga. Menningarheiður þjóðar-
innar er honurn allt. Hver dráttur í svip þessarar persónu er dreginn af til-
heiðslu. Allt verður hljóðleiki og helgi í návist hennar. Arnas Arnæus er
„vinur konúngsins", „borðnautur greifanna“, elskaður af mesta kvenkosti ís-
lands, Snæfríði Islandssól, „réttur sómi þessa vors fátæka lands meðal þjóð-
anna“, „ágætastur allra Islendínga". Afstaða hans gagnvart einstaklingnum í
alþýðustétt speglast í viðtali við Jón Hreggviðsson, er leitað hefur um langan
veg á fund hans og bcðið hann að flytja mál sitt við konunginn:
„Því miður, sagði hann, þú ert í raungu húsi Jón Hreggviðsson. Eg er ekki
vörður laga og réttar í þessu konúngsríki, hvorki samkvæmt köllun né embætti.
Ég er fátækur bókamaður.
Og hann vísaði með opinni greipinni uppum hókumsetta múra salar þessa
og horfði á bóndann með undarlegan glampa í auganu um leið og hann bætti
við:
Þessar bækur hef ég keypt.
Jón Hreggviðsson horfði með opinn munninn á bækurnar.
Þegar maður hefur keypt svo margar og dýrar bækur þá munar mann ekki
stórt að segja það orð sem kaupir Jóni Hreggviðssyni náð, sagði liann að
lokum.
I ])ínu máli má einu gilda um Jón Hreggviðsson, sagði Arnas Arnæus og
brosti.
Ha, sagði Jón IJreggviðsson.
Þitt mál kemur þér sjálfum lítið við Jón Hreggviðsson. Það er miklu
stærra mál. Hverjum er að borgnara þó höfuð eins betlara sé leyst? Ein þjóð
lifir ekki af náð.
Sá er eldurinn heitastur sem á sjálfum brennur, sagði Jón Hreggviðsson.
Ég veit það þótti ekki skörulegt í fornöld að biðjast griða, en hvaða afl hefur
einmana betlari til að berjast um líf sitt við gervallan heiminn?
Arnas Arnæus virti enn vandlega fyrir sér þennan mann sem hafði verið