Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 129
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 239 strýktur á Kjalardal, járnaður á Bessastöðum, dœmdur við Öxará, barinn á þjóðvegum Hollands, sendur í gálga af þýðverskum, settur í spænska treyju útí Lukkstað, og sat nú hér gestur hans við hliðina á stígr’élinu sínu, stígvéli kóngsins, og vildi lifa. .... En hlandið mér ekki í þessi mál. Því það er aungvu bjargað þó ég bjargi þér. Og öllum til ills að ég biðji um smátt í þeim stað. Jæa, sagði Jón Hreggviðsson dauflega. Til nokkurs var þetta altsaman....“ Ein persóna bókarinnar, Jón Marteinsson, sem lýst er sem afhraki úti i Höfn, dregur Jón með sér inn á knæpu, og gerast þeir drukknir. Arnas Arnæus berst í tal. Jón Hreggviðsson segir: „Aðan þegar hann fékk mér hrfnginn aftur sagði ég við sjálfan mig, hvor skyldi vera fátækari hann eða Jón Hreggviðsson frá Rein. Mikið má vera ef ekki á stórt böl eftir að hitta slíkan mann. Jón Marteinsson tókst upp í sætinti snögt einsog nál liefði stúngið hann. krepti horaða knefana og teygði álkuna ógnandi framaní Jón Hreggviðsson, altíeinu stóð honum ekki á sama. Ertu að formæla skrattinn þinn, sagði hann. Ef þú vogar þér að nefna það nafn sem þér er í hug skaltu detta niður dauður með það á vörunum. Jón IJreggviðsson rak upp stór augu: Eg veit ekki betur en þú hafir sjálfur kallað hann strák og grey fyrir skemstu og liúsið aumt hús. Reyndu að nefna hans nafn! hvæsti Jón Marteinsson. Ifann hallaði sér að eyranu á Jóni Hreggviðssyni og hvíslaði: Við eigum ekki nema einn mann. Eigum við mann, hvurn? sagði Jón Hreggviðsson. Þennan eina mann. Og síðan aungvan meir. Ekkert meir. Ég skil þig ekki, sagði Jón Hreggviðsson. Hann hefur fengið þær allar, sagði Jón Marteinsson, allar sem máli skipta. Þær sem hann ekki hafði á kirkjuloftinu og í eldhúskróknum eða í mygluðum rúmbælum keypti hann af stórhöfðingjum og ríkisbændum fyrir jarðir og penínga þángaðti! alt hans fólk stóð uppi öreiga og var hann þó kominn af stórmennum. Og þær sem höfðu verið fluttar úr landi elti hann uppi ríki úr ríki þángaðtil hann fann þær, þessa í Svíþjóð, hina í Norvegi, nú í Saxlandi, þá í Bæheimi, Hollandi, Einglandi, Skotlandi og Frans, já allar götur suður í Rómu. Hann keypti gull af okrurum til að borga þær, gull í helgjum, gull í kútum, og aldrei heyrðist hann prútta um verð. Sumar keypti liann af bisk- upum og ábótum, aðrar af greifum, hertogum, kjörfurstum og stólkonúngum, nokkrar af sjálfum páfanum; — þángaðtil búslóðarmissir og svarthol blasti við. Og aldrei um eilífð verður til neitt Island utan það tsland sem Arnas Arnæus hefur keypt fyrir sitt lff. Tárin streymdu niðreftir kinnunum á Jóni Marteinssyni."
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.