Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 136
246
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
eitt glæsilegasta sagnfræðirit, sem birzt hefur á íslenzka tungu. Sverrir er
bjóðkunnur fyrirlesari og rithöfundur og annálaður fyrir fjörugan og þrótt-
rnikinn stíl. Enginn sagnfræðinga vorra hefur gleggri yfirsýn urn viðfangsefni
sín en hann, næmari skilning á rökum sögunnar, enda mun enginn þeirra hafa
jafmikinn stuðning í marxiskum fræðum og hann, enginn meiri hæfileikum
búinn til að blása þeim lífsanda í viðfangsefni sitt, að það bjóði bókmennta-
lega nautn. Bók þessi er, svo sem áður getur, safn fyrirlestra er hann flutti
í útvarpið síðastliðinn vetur, og fjallar um einstaka þætti hinnar miklu bylt-
ingu 15. og 16. aldar, er stóðu í sambandi við valdabaráttu hinnar upprenn-
andi borgarastéttar á hendur kirkju og aðli. En sú barátta birtist í gervi
trúarbragðastyrjalda, og til skamms tíma hafa sagnfræðingar lítt gert sér
annars grein, en að undirrót þessara styrjalda hefði verið nýstárlegur guðs-
innblástur í brjóst nokkurra spámanna. Sverri tekst með prýði að varpa
ljósi yfir þetta merka og viðburðaríka tímabil. Hann leiðir fram á sviðið hvern
af öð'rum þeirra manna, sem inntu sérstök hlutverk af hendi sem fulltrúar
þeirra afla, er börðust um völdin. Ilarðstjórnardýrkandinn Machiavelli, Fugger
silfurkóngur, hinn heiði húmanisti Erasmus frá Rotterdam, uppreisnarmunk-
urinn Marteinn Lúther, hinn siðastrangi spámaður Jóhannes Kalvín, hinn
glæsilegi Svíakonungur Gústav Adólf og herforinginn Oliver Cromvell stilla
sér hér hver við annars hlið sem stríðsmenn hinnar upprennandi borgara-
stéttar, sem tekur æskuþrunginni hendi sinni í konungsvaldið, þar sem það
áður var aðeins nafnið tómt. Ilver á sínu sviði eru þeir fulltrúar vaknandi
þjóðavitundar, sem hagsmunir borgarastéttar uppvöktu til fylgis, mismun-
andi að kerfum hugmynda, af því að þeir börðust við mismunandi skilyrði,
og með mismunandi spor á spjöldum sögunnar, af því að þeir höfðu mismun-
andi jörð undir fótum. En allir handbendi hinnar sagnfræðilegu framvindu,
allir leiksoppar í hendi hinnar félagslegu þróunar. Hin merkilega þróun þess-
arar viðburðai'íku aldar hefur aldrei fyrri verið gefin á íslenzkri tungu í
svona samfelldri og skýrri heild, og einstaklingarnir, sem mest koma við þá
sögu, hafa heldur aldrei birzt skýrar í öllum sínum einstaklingseinkennum,
sem vígja þá sem hina útvöldu menn á hinum rétta tíma til að flytja nýjan
boðskap frá guði, eða berjast fyrir framgangi hans með sverðið í hendi, eða
einfaldlega að kaupa námur og vinna eftirsótta málma, eða stofnsetja banka
til að greiða fyrir viðskiptum þeirrar stéttar, sem guð var nýbúinn að skapa'
og fól það hlutskipti á liendur að vera drottinn jarðarinnar.
Gunnar Benediktsson.