Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 137
TÍMARIT MÁLS 00 MENNINGAR
247
BRÉF frá félagsmanni
Helgafelli, Svarfað'ardal 3. júlí 1943.
A fyrstu árum félagsins var þess oft óskað af forráðamönnum þess, að félags-
menn létu í ljós álit sitt á bókum félagsins, og jafnframt að þeir gæfu bend-
ingar nokkrar um bókaval til útgáfu. I seinni tíð er þetta breytt. Nú er aldrei
óskað eftir slíku. Enda sjást nú aldrei bréfkaflar frá félagsmönnum í Tíma-
ritinu. Sakna ég þessa og ýmsir, sem ég lief átt tal við. Ræðst ég því í það
að senda nokkrar línur í því trausti, að slíkt verði eigi skoðað sem árás á
félagið eða dæmi um óvildarhug, enda væri það eigi rétt, svo margt sem það
ltefur vel gert á þessum árum, sem liðin eru frá stofnun þess.
Nýlega barst mér Alannkynssagan í hendur. Finnst mér allt hið bezta um
hana að segja og efast um, að rituð hafi verið á íslenzka tungu fræðibók, sem
er ljósari og aðgengilegri alþýðu manna en þessi bók er. Verður þetta prýðilegt
rit, ef framhaldið verður jafngott og fyrsta bindið. En eigi er ástæða að vænta
annars. Sama er að segja um síðasta hefti Tímaritsins. Mér virðist það að
ýmsu leyti vera einna bezt af því, sem enn hefur komið af því riti. Einkum
vakti athygli mína ferðasögubrot Þórbergs Þórðarsonar, og vildi ég gera það
að tillögu minni, að Tímaritið flytti framvegis greinar um efni, sem gefa
glögga hugmynd um háttu lands og þjóðar. Segjurn t. d., að í hverju hefti
birtist ein þess konar grein. Sú nýbreytni mundi mörgum vel í geð falla.
Þá ntá eigi láta hjá líða að minnast á Islenzka menningu. Það rit tel ég
beztu bókina, sem á íslenzka tungu hefur verið skráð til þessa. Sannarlegt stór-
virki í íslenzkum bókmenntum. Er furðulegt, að höfuðmálgagn (eða málpípa)
næststærsta stjórnmálaflokksins á Islandi skuli hafa gert sér þá skömm og
svívirðingu, að geta eigi bókarinnar með einu orði, en ég minnist þess eigi.
Annars er það kannski tæplega von eftir allan þann skítaustur, sem átt hefur
sér stað úr þeim herbúðum yfir Mál og menningu og þá, sem mestu ráða um
störf þess. Má telja, að hið fyllsta samræmi ríki í framkomunni fyrr og síðar.
Þá fagna ég mjög þeirri ráðstöfun, sem próf. Sigurður Nordal getur um í
3. hefti síðasta árgangs Tímaritsins um ritverkið íslenzkar minjar, sent
hann segir, að í ráði sé að gefa út, er fram líða stundir. Eg er viss um, að
það verður glæsilegt verk.
Ein er sú ráðstöfun, sem ég felli mig illa við. Það er bezt að vera hrein-
skilinn og segja eins og manni býr í brjósti. Það er þetta, að framhald Afa
og ömrnu, þess ágæta hæklings, skyldi ekki verða ein af bókum til félagsmanna
á þessu ári, fyrst að félagið hefur í hyggju að gefa þá bók út fljótlega. Hefði
verið meiri fengur í að fá hana en skáldsögu þá, sem við eigum að fá, svo
góð sem hún kann að vera.
Þá hefði ég viljað, að félagið sinnti meira útgáfu rita um náttúrufræðileg
efni, og ennfremur, og það verður að gerast einhverntíma síðar, að gefa út