Ægir - 01.02.2012, Side 22
22
mörkuðum, samhliða góðri
veiði.“
Makríllinn er búbót
Framundan er síldar- og
makrílvertíð en nýbirtar verð-
mætatölur í sjávarútvegi fyrir
síðasta ár undirstrika svo ekki
verður um villst hversu mikil
búbót þessi manneldisvinnsla
á makríl er fyrir þjóðarbúið.
Líkt og í annarri uppsjávar-
vinnslu er SVN eitt af öflug-
ustu fyrirtækjunum hér á
landi í makrílvinnslu en fyrir-
tækið þróaði í samstarfi við
Skagann nýja lausn til heil-
frystingar á makríl. Sú lausn
er fyrirmynd þeirrar tækni
sem Skaginn og Frost hafa
nýverið selt í stóra uppsjávar-
verksmiðju í Færeyjum.
„Nú þegar loðnuvertíðin er
um garð gengin fara skip
okkar í kolmunna en síðan
förum við að undirbúa síldar-
og makrílvertíðina sem hefst í
júlí. Hún stendur fram í sept-
ember-október og þá tekur
íslenska síldin við fram að
jólum. Á sama tíma gætu orð-
ið loðnuveiðar en síðan hefst
vetrarvertíðin á loðnu á nýjan
leik. Það má því segja að við
séum með verkefni fyrir skip-
in nánast árið um kring,“ seg-
ir Jón Már.
Sjókælingin leggur grunninn
að góðum afurðum
Síldarvinnslan hafði yfir að
ráða um 90 þúsund tonnum
af loðnu á vertíðinni að
þessu sinni og náðist sá kvóti
allur. Jón Már segir að miklu
hafi skipt að fyrirtækið keypti
nýtt skip snemma á vertíðinni
sem ber um 1800 rúmmetra
og er búið 10 RSW sjókæli-
tönkum.
„Sjókælikerfi skipanna
hafa miklu breytt fyrir land-
vinnsluna og þar er grunnur-
inn lagður að því sem við
höfum séð gerast í henni.
Viðkvæmt hráefni á borð við
makríl og síld þótti óhugs-
andi fyrir nokkrum árum að
koma með að landi í gæðum
sem væru fullnægjandi fyrir
frystingu. Í dag höfum við
þróað þetta þannig að skipin
koma með farma sem eru til
helminga kældur sjór og
fiskur. Þannig tekst að halda
hráefninu í mínus 1-2 gráðum
þegar það kemur að land-
vinnslunni og þetta er grund-
völlur þess að við getum gert
eins mikið úr aflanum og
raun ber vitni. Við erum að
veiða makrílinn á sumrin á
þeim tíma þegar hann er við-
kvæmastur, hann er að fitna,
þá er í honum áta og holdið
er viðkvæmt. Sjókælingin, litl-
ir farmar og síðan vinnsla
beint úr skipi eru lykilatriðin
í þessu. Það er einfaldlega
ekki hægt að gera góða vöru
úr hráefni sem ekki kemur
fyrsta flokks að landi. Árang-
urinn í landvinnslunni segir
alla söguna um hvernig tekist
hefur að þróa veiðarnar og
meðhöndlun hráefnisins. En
hvað okkar fyrirtæki varðar
þá bíð ég spenntur að sjá
hvernig nýi Börkur kemur út
á síldar- og kolmunnavertíð-
inni í sumar því uppsjávar-
skipin verða ekki öllu betur
búin en þetta,“ segir Jón Már.
Á eftir Norðmönnum í
skipunum - framar í
landvinnslunum
Í uppsjávarveiðum og
-vinnslu berum við Íslending-
ar okkur gjarnan saman við
Norðmenn, sem ekki er óeðli-
legt vegna þess hversu miklar
hliðstæður eru milli þjóðanna
í þessum veiðum. Jón Már
segir að hvað skipastólinn
varði séu Norðmenn okkur
fyrirmynd en nýjustu land-
vinnslurnar hér á landi taki
hins vegar þeim norsku fram.
„Norðmenn eru að vísu að
veiða síld og makríl á þeim
árstíma þegar fiskurinn hefur
náð að jafna sig eftir að hafa
náð hámarksfitu og er því
hæfari til vinnslunnar. En það
er enginn vafi að Norðmenn
hafa náð langt með þróun
skipanna og eru að koma
með gott hráefni að landi,“
segir Jón Már og viðurkennir
að brýna nauðsyn beri til
þess hér á landi að endurnýja
uppsjávarskipin og búa þau
betur. Líkt og áður segir leggi
það grunn að góðum árangri
í landvinnslunni.
F I S K V I N N S L A
Hrognin eru mjög verðmæt og hver sólarhringur í hrognavinnslu getur því haft mikil áhrif á tekjur af loðnuvertíðinni.