Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 26

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 26
26 Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 153 milljörðum króna á árinu 2011 saman- borið við tæpa 133 milljarða á árinu 2010. Verðmætaaukn- ingin nemur því 20,3 milljörð- um króna eða 15,3% milli ára. Verðmæti afla sem land- að var til vinnslu innanlands jókst um 17,5% milli ára, eða úr rúmum 54 milljörðum í tæplega 64 milljarða. Á sama tíma var hins vegar samdrátt- ur um tvo milljarða í útflutn- ingi á gámafiski, eða um rúm 23%. Á árinu 2011 sótti sjófryst- ingin talsvert á og mælt í verðmætum var hún nánast við hlið innanlandsvinnslunn- ar. Sjófrystingin nam tæplega 65,5 milljörðum króna, sem er aukning um rúmlega 26% milli ára. Verðmæti botnfisks var tæpir 96 milljarðar króna í fyrra og jókst um 2,4% frá fyrra ári þegar aflaverðmætið nam tæpum 94 milljörðum. Verðmæti þorskafla var um 46,4 milljarðar og jókst um 4% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 12 milljörðum og dróst saman um 21,3%, en verðmæti karfaaflans nam 15 milljörðum, sem er 24,7% aukning frá árinu 2010. Verð- mæti ufsaaflans jókst um 7,8% milli ára í 9,1 milljarð. Verðmæti flatfiskafla nam 10,3 milljörðum króna á árinu 2011 sem er 12,5% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 56,9% milli ára og nam 43,3 millj- örðum. Stafar sú aukning að stærstum hluta af verðmæta- aukningu makrílaflans, sem nam tæpum 18 milljörðum króna á árinu 2011 og jókst um 10 milljarða milli ára. Verðmæti loðnuaflans nam 8,9 milljörðum króna og jókst um 237% á milli ára. Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 63,8 milljörðum króna á árinu 2011 og jókst um 17,5% frá fyrra ári. Aflaverðmæti sjó- frystingar var 62,5 milljarðar sem er 26,3% aukning frá fyrra ári. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands nam um 19,3 milljörðum króna, sem er 1,8% aukning milli ára. F I S K A F L I N N Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-desember 2011 Milljónir­króna Desember Janúar-desember Breyting frá 2010 2011 2010 2011 fyrra ári Verðmæti­alls­ 8.298,1­ 10.261,9­ 132.979,2­ 153.305,2­ 15,3 Til vinnslu innanlands 2.880,5 3.310,6 54.318,7 63.831,9 17,5 Í gáma til útflutnings 308,9 495,5 8.651,8 6.645,9 -23,2 Landað erlendis í bræðslu 6,7 0,0 92,6 145,5 57,1 Sjófryst 3.894,4 5.110,5 49.496,8 62.498,4 26,3 Á markað til vinnslu innanlands 1.180,5 1.315,6 19.008,8 19.349,4 1,8 Sjófryst til endurvinnslu innanl. 0,9 0,0 270,9 141,7 -47,7 Selt úr skipi erlendis 0,0 0,0 0,0 0,0 – Fiskeldi 0,0 0,0 72,7 0,0 – Aðrar löndunartegundir 26,2 29,7 1.066,8 692,4 -35,1 Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-desember 2011 Milljónir króna Milljónir­króna Desember Janúar-desember Breyting frá 2010 2011 2010 2011 fyrra ári Verðmæti­alls­ 8.298,1­ 10.261,9­ 132.979,2­ 153.305,2­ 15,3 Höfuðborgarsvæði 1.975,7 3.044,9 25.005,1 31.237,3 24,9 Suðurnes 1.577,6 1.822,4 22.936,7 25.873,5 12,8 Vesturland 284,0 378,1 5.666,4 6.856,2 21,0 Vestfirðir 482,4 595,6 7.039,4 7.941,3 12,8 Norðurland vestra 655,5 898,8 9.738,4 10.311,3 5,9 Norðurland eystra 1.596,3 1.136,6 22.150,0 24.153,4 9,0 Austurland 732,6 822,5 17.523,8 20.894,9 19,2 Suðurland 678,4 1.067,4 14.279,8 19.246,1 34,8 Útlönd 315,6 495,5 8.639,7 6.791,4 -21,4 Uppsjávaraflinn verðmætur Nákvæmnisvogir: 5 ÁRA ÁBYRGÐ 35 ára reynsla Frá 1 upp í 3 aukastafi.   www.vibra.co.jp/global  þar finnur þú réttu vogina. Nánari uppl. í síma 567 88 88

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.