Ægir - 01.02.2012, Qupperneq 30
30
S T J Ó R N F I S K V E I Ð A
„Megingrein frumvarps um
stjórn fiskveiða er 1. gr. þess
en hún tryggir að nytjastofnar
við Ísland séu ævarandi sam-
eign þjóðarinnar og að ríkið
fyrir hönd þjóðarinnar ráðstafi
veiðiheimildum með tiltekin
markmið að leiðarljósi. Þetta
orðalag tekur mið af tillögu
Stjórnlagaráðs frá 2011 að
frumvarpi til nýrrar stjórnar-
skrár, en sú tillaga á sér ræt-
ur í umræðu um auðlindamál
á síðustu árum. Þannig var
lagt til í skýrslu Auðlinda-
nefndar frá árinu 2000 að
tekið yrði upp nýtt form eign-
arréttar, svonefndur þjóðar-
eignarréttur, „til hliðar við
hinn hefðbundna séreignar-
rétt einstaklinga og lögaðila“.
Þessi tillaga hefur legið til
grundvallar ýmsum þeim til-
lögum sem lagðar hafa verið
fram á undanförnum áratug
um auðlindaákvæði í stjórnar-
skrá,“ segir í yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar þegar hún fylgdi
á dögunum úr hlaði tveimur
nýjum frumvörpum um sjávar-
útvegsmál. Annars vegar er
frumvarp um breytt fyrirkomu-
lag við stjórn fiskveiða og hins
vegar frumvarp um veiðigjöld í
sjávarútvegi.
Í greinargerð sjávarútvegs-
ráðuneytisins segir að megin-
markmið frumvarpsins um
nýskipan við stjórn fiskveiða
séu fimm talsins:
a. Að stuðla að verndun og
sjálfbærri nýtingu fiski-
stofna við Ísland.
b. Að stuðla að farsælli sam-
félagsþróun með hags-
muni komandi kynslóða
að leiðarljósi.
c. Að treysta atvinnu og
byggð í landinu.
d. Að hámarka þjóðhagsleg-
an virðisauka af sjávarauð-
lindinni og tryggja þjóð-
inni eðlilega auðlinda-
rentu.
e. Að sjávarútvegurinn sé
arðsamur og búi við hag-
stætt og stöðugt rekstrar-
umhverfi.
„Með frumvarpinu er reynt
að leita jafnvægis milli þess-
ara sjónarmiða en sum þeirra
togast á svo sem eins og
byggðasjónarmið og hrein
arðsemissjónarmið. Grund-
vallarsjónarmiðið um sjálf-
bæra nýtingu auðlindarinnar
er óumdeilt. Frumvarpið gerir
ráð fyrir að núverandi hand-
hafar aflaheimilda fái stærstan
hluta aflaheimilda í þeim teg-
undum sem hafa verið settar í
aflahlutdeild (kvótasettar) í
formi nýtingarleyfa sem
ákveðnar kvaðir eru á. Nýt-
ingarleyfin eru í fullu sam-
ræmi við tillögur þingmanna-
nefndarinnar sem og ráð-
herranefndarinnar um ráð-
stöfun aflaheimilda. Móttaka
nýtingarleyfanna felur í sér
ígildi samkomulags milli
handhafanna og ríkisins,“
segir í greinargerðinni.
Upphafsnýtingarleyfi til 20
ára
Aflahlutdeildum verður sam-
kvæmt þessari nýskipan skipt
í tvo flokka, þ.e.: flokk 1;
nýtingarleyfi til útgerða og
flokk 2; til ríkisins. Til verður
nýr leigupottur ríkisins sem
selur aflamark (leigir) reglu-
bundið á markaði, kvóta-
þingi, yfir fiskveiðiárið. Mark-
miðið með þessari aðgerð er
í greinargerðinni sagt vera að
til verði virkur markaður með
Frumvörp um breytingar á sjávarútvegsmálum komin fram:
Veiðigjöld hækkuð verulega
og pottar stækka