Ægir - 01.02.2012, Page 35
35
F I S K V I N N S L A N
að skera beingarð í þorski og
ýsu. Grunnurinn að þessum
búnaði er röntgensjón í há-
upplausn og er miðað við að
með þessari tækni verði unnt
að ná 2-3% meiri nýtingu í
flökun. Verkefnið er þegar
hafið í samstarfi við Samherja,
Norway Seafood og norska
rannsóknarfyrirtækið SINTEF.
„Samhliða þessu höfum
við sett á fót rannsóknateymi
sem hefur að markmiði að
rannsaka hvað veldur því að
bein í þorski eru jafn föst og
raun ber vitni og finna leiðir
til að hafa áhrif á þessa festu.
Þegar vitneskja um þetta at-
riði liggur fyrir er ætlunin að
ráðast í þróun á sjálvirkum
búnaði til að fjarlægja beinin
án þess að þau séu skorin í
burtu. Takist þetta erum við
að tala um grunn að algjör-
lega nýju landslagi í vinnslu á
bolfiski frá því sem við þekkj-
um í dag. Nýting getur með
þessu aukist um 5-9%, sem
jafngildir nokkrum milljörðum
króna á núvirði. Með því að
beinhreinsa flökin á þennan
hátt eru opnaðir nýir mögu-
leikar í bitaskurði og margt
fleira. Við getum orðað það
þannig að nýjungin í áherslu
okkar núna sé að fara inn í
flakið og skoða hvað gerist
þar og hvernig við getum
þróað okkar búnað út frá
því,“ segir Kristján en vegna
þessa verkefnis hefur Marel
fjölgað starfsfólki í vörurþró-
un og rannsóknarvinnu. Krist-
ján segir að gera verði grein-
armun á þessum tveimur
sviðum og í raun megi segja
að rannsóknarvinnan sé
grundvöllur fyrir þróunarstarf-
inu – tæknilegu útfærslunni á
vélbúnaðinum.
Íslensk fiskvinnsla verði í
tæknilegum fararbroddi
Rannsóknarteymið sem Krist-
ján vísar til er einsdæmi með-
al vélbúnaðarframleiðenda.
Kristján bindur miklar vonir
við starf þess. „Rannsókna-
teymi okkar samanstendur af
starfsfólki með þekkingu á líf-
fræði, matvælavinnslu,
reynslu af iðnaðarframleiðslu
og svo framvegis. Teymið
mun vinna náið með rann-
sóknastofnunum á borð við
Matís hér á landi og Nofima
og Sintef í Noregi en við vit-
um af miklum áhuga Norð-
manna á þessari þróun. Við
viljum leggja okkar lóð á vog-
arskálarnar, líkt og oft áður,
til að íslensk fiskvinnsla taki
enn á ný forystu og treysti sig
í sessi í samkeppninni. Mark-
aðurinn hefur miklar vænting-
ar til okkar þróunarstarfs og
við ætlum okkur að standa
undir þeim. Enda sta´um við
af langari reynslu af því að
vinna náið með íslenskum
Þegar ný tækni við beinhreinsun hefur litið dagsins ljós opnast nýir möguleikar í
bitavinnslu.