Ægir - 01.02.2012, Síða 39
39
F I S K V I N N S L A N
ræða alsjálfvirka vinnslulínu
frá móttöku hráefnis til pökk-
unar afurða á bretti. Starfs-
menn annast stjórnun og eft-
irlit en kerfið flokkar fiskinn
eftir stærð, sendir hann ýmist
áfram heilan í frystingu eða í
frekari vinnslu áður en hann
er frystur. Afurðirnar geta
þannig verið ýmist heill fisk-
ur, hausaður, hausaður og
slógdreginn eða flök. Í síðari
hluta vinnslurásarinnar eru
afurðirnar vittaðar sjálfvirkt í
skömmturum áður en þær
fara í poka og síðan í sér-
hannaða plastbakka sem fær-
ast í sjálfvirka frystiskápa.
Sjálfvirkni tekur síðan bakk-
ana úr frystunum og færir í
lokavinnsluna, þ.e. röðun í
kassa og á endanum er sjálf-
virk stöflun á vörubretti.
Svarar til 200 ársverka
Umfangs verkefnisins er mik-
ið hér á landi og nú strax eft-
ir páska hefst vinna af fullum
þunga við búnaðinn í verk-
smiðjunni á Suðurey. Hér
landi koma mörg fyrirtæki að
verkefninu sem undirverktak-
ar og sem dæmi má nefna að
rafiðnaðarfyrirtækið Straum-
nes á Akranesi er undirverk-
taki hjá Skaganum, sama er
að segja um rafiðnaðarfyrir-
tækið Rafeyri á Akureyri hjá
Kælismiðjunni Frosti. Þá má
nefna blikksmiðjur á Akra-
nesi, vélsmiðjur á Akranesi,
Ísafirði og Siglufirði, galvan-
húðun á Akureyri og þannig
mætti áfram telja. Með öðrum
orðum koma fyrirtæki í flest-
um landsfjórðungum að
verkefninu og það í heild
metið til 200 ársverka.
Ingólfur Árnason, fram-
kvæmdastjóri Skagans hf.,
segir fyrirtækið hafa hannað
og framleitt margar af þeim
vinnslulausnum sem er að
finna í íslenskum fisk-
vinnslum. Á þann hátt megi
segja að aðdragandinn að
þessu stóra verkefni í Færeyj-
um sé langur og byggist í
raun á samstarfi við bæði ís-
lensk sjávarútvegsfyrirtæki og
önnur þjónustufyrirtæki í
sjávarútvegslausnum, saman-
ber samstarfið við Kælismiðj-
una Frost. Ingólfur segir
Skagann hafa tekið mikla
áhættu með fjárfestingu í
ítölsku plötufrystaverksmiðj-
unni mitt í bankahruni. Þá-
verandi iðnaðarráðherra,
Össur Skarphéðinsson, hafi
gefið fyrirheit um mögulegan
stuðning við framtakið úr
sjóðakerfi hér heima en það
hafi aldrei gengið eftir. Lykil-
atriði hafi síðan verið þegar
Síldarvinnslan keypti fyrsta
plötufrystinn. Þar með hafi
hjólin farið að snúast en
segja má að vinnslan í Nes-
kaupstað sé fyrirmynd þeirrar
línu sem verður sett upp í
Færeyjum.
Uppsetning í Færeyjum á fulla
ferð
Gunnar Larsen, fram-
kvæmdastjóri Kælismiðjunnar
Frosts segir frystikerfið í Fær-
eyjum það stærsta sem Frost
hafi sett upp hingað til. Strax
í kjölfar undirritunar samn-
ings hófst undirbúningur
verkefnisins í höfuðstöðvum
fyrirtækisins á Akureyri en
auk þess að selja búnað og
uppsetningu smíða starfs-
menn Frosts ýmsa hluta kerf-
isins hér á landi. Frá páskum
reiknar Gunnar með að 25-30
starfsmenn verði á vegum
Frosts ytra en ætlunin er að
ljúka uppsetningu verksmiðj-
unnar í júlí. Þá verða aðeins
fjórir mánuðir frá undirritun
samnings.
„Grunnurinn að þessu er
vinnslulína og plötufrystar
Skagans en fyrirtækin tvö
hafa lengi átt samstarf verk-
efnum fyrir íslenskan sjávar-
útveg,“ segir Gunnar og svar-
ar því aðspurður að nokkur
atriði ráði mestu um að fær-
eyska fyrirtækið valdi ís-
lenskan búnað umfram ann-
an.
„Þetta er sjálfvirkasta
lausnin sem fæst í heiminum
í dag, hún er afkastamikil en
skilar jafnframt mjög miklum
raforkusparnaði miðað við
hefðbundna blástursfrystingu.
Þar erum við að tala um sem
nemur um 1100 þúsund
króna sparnað á sólarhring
miðað við orkuverð í Færeyj-
um, samanborið við blásturs-
frystinguna. Það munar um
minna,“ segir Gunnar en
Skaginn og Frost hafa hug á
að kynna þessa vinnslulausn
enn frekar á erlendum mark-
aði á næstunni. Ekki hvað
síst er horft til Noregs í þeim
efnum en Gunnar segir
vinnslulínuna einnig eiga
fullt erindi í t.d. stórar kjöt-
vinnslur.
Fyrirmynd línunnar í Færeyjum er í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þar sem settir hafa verið upp plötufrystar frá
Skaganum. Hér er Jón Gunnar Sigurjónsson, versmiðjustjóri í fiskiðjuveri SVN fyrir framan pokavélarnar.
Afurðirnar komnar í poka og fara þaðan í plötufrystana.