Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 30
TÍMARIT máls og menningar blaðið, standa hin skeleggustu með mótmælasamþykkt Alþingis og fara hörðum orðum um þá „hundflat- neskju vesalmennskunnar“ að skerast úr leik, þegar barizt er um rétt okkar gagnvart öðrum þjóðum. Auðstéttin sjálf leyfir sér þann munað að gefa þeim mönnum sínum, sem bera þjóð- armetnað í brjósti, kost á að ganga fram fyrir skjöldu og halda uppi vörn fyrir íslenzkan málstað. En samstarfs- flokkar hennar, sem styðjast við milli- stéttir og bændur, þar sem stórbænda- sjónarmið drottna, sjá ekkert annað en nauðsyn þess að nota öll ráð til að klekkja á róttækri verkalýðshreyfingu og flokki hennar. Litlu síðar þetta sama vor reynir enn á þjóðræknisafstöðu þingmanna- liðs íslenzku borgaraflokkanna. Þjóð- stjórnarráðherrarnir leggja sameig- inlega fram þingsályktun, þar sem Bandaríkin eru beðin um að hafa hér setulið til að vernda land og þjóð. í umræðunum kemur hvergi fram hik né mótþrói hjá Framsókn og Alþýðu- flokknum. Öðru máli gegnir með Sj álfstæðisflokkinn. Þar kemur fram hver óánægjuröddin af annarri, og hver greinargerðin af annarri er látin fylgja jáinu við atkvæðagreiðsluna: Gísli Sveinsson, Sigurður Hlíðar, Pétur Ottesen, Garðar Þorsteinsson, Jón Pálmason, Eiríkur Einarsson, Jó- hann Jósepsson, Þorsteinn Briem. Flestir þessara manna höfðu tekið nokkurn þátt í baráttunni fyrir full- veldi íslands á lokaskeiði hennar, ut- an þings eða innan. En ekki er með öllu grunlaust um, að afstaða sumra hafi mótazt af andlegum tengslum við þýzka nazismann. IV. Svo var stofnað lýðveldi á íslandi 1944. Og þá kom ný stjórn, sem kenndi sig við nýbyggingu. Þá kom til klofnings innan auðstéttarinnar. En ekki var sá klofningur af mismunandi afslöðu til erlends valds, heldur var þar um hagsmunaandstæður að ræða. Utgerðarauðvaldið sér sér hag í að taka höndum saman við verkalýðs- stéttina og skipuleggja auknar fram- kvæmdir með innstæðum, sem safnazt höfðu erlendis á stríðsárunum. En verzlunarauðvaldið ágirntist innstæð- ur þessar í hömlulaust brask og stillti sér í stjórnarandstöðu. En ári síðar taka þessir armar auðstéttarvaldsins að nálgast hvor annan fyrir þrýsting hins alþjóðlega auðvalds. Síðla árs 1945 fara Bandaríkin fram á her- stöðvar hér á landi til 99 ára. Þá sam- einaðist auðstéttin um að vilja verða við þeirri ósk, en varð að rifa seglin um sinn vegna einbeittrar andstöðu alþýðustéttanna, og sú andstaða hreif með sér öfl innan auðstéttarflokksins. Þá varð fræg andstaða þeirra Gunn- ars Thoroddsens og Sigurðar Bjarna- sonar. En sumarið 1946, þegar her- stöðvakröfur Bandaríkjanna eru bornar fram í gervi Keflavíkursamn- 364
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.