Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 55
DAGUR SIGURÐARSON
UNDUR NÁTTÚRUNNAR
Með hverjum degi verða undur náttúrunnar stórkostlegri. Hvert
vorið er öðru fegurra.
Mýslur byrja brauðstritið í móum. Þrestir hefja ástaleiki í
runnum.
Með hverjum degi verður auðvaldið uppblásnara og akfeitara.
Með hverju andartaki verður fjölskylda þjóðanna fullkomnari.
Lítil gul stelpa grœtur í fyrsta sinn austurí Kína. Sko litla stýr-
ið. Það er ég viss um að hún verður skáld. Ég sé það í augunum
á henni!
Lítill munnur glefsar eftir geirvörtu uppi á Landspítala. Gerðar-
piltur. Mannsefni. Hann œtlar að vera duglegur að borða hafra-
grautinn sinn, verða stór og sterkur og lumbra á auðvaldinu!
Litlir svartir fíngur kreista brjóst suðurí A fríku. En hvað hann
er handsterkur, litla skinnið. Bara auðvaldið steli nú ekki öllum
hafragrautnum hans. Það er nógu feitt fyrir, ófétið!
Með hverju andartaki verða svikararnir sem hafa sagt sig úr
lögurn við fjölskyldu þjóðanna tilfinníngasljórri.
Lítið á þá! Hér á íslandi þykjast þeir vera kristnir. í raun og
veru játa þeir frumstœðari trúarbrögð, dýrka dauða hluti: pen-
ínga og verðbréf, bjúikka og vetnisspreingjur.
Lítið í kríngum ykkur, Reykvíkíngar! Notið augun! Hvort
sœkja þeir tíðar, kirkjur eða bánka? Hvor á voldugri musteri,
Guð eða Mammon? Hvor hefur fleiri hofpresta?
Trúið augum ykkar, Reykvíkíngar!
389