Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 85
UMSAGNIR UM BÆKUR
atburð'unum getur farið fram, og það er
brýn nauðsyn, að það verði framkvæmt sem
allra fyrst. Þjóðerniskennd er góð og göfug,
en innantómur þjóðrembingur, sem hvílir
ævinlega á fölskum forsendum, er af hinu
illa. Þegar fyrsta bindið af Vestlendingum
eftir Lúðvík Kristjánsson kom út, er sagt,
að orðhagur Reykvíkingur hafi mælt: „Nú
er Páll Eggert sæll að vera dauður". Það er
ekki að öllu leyti sanngjarnt að stilla saman
ritum þeirra Páls og Lúðvíks um Jón Sig-
urðsson. Hinn mikilvirki Páll stóð djúpum
rótum hjá þeirri kynslóð, sem forðaðist að
þekkja allar hliðar á sjálfstæðisbaráttunni
og lét sig manninn Jón Sigurðsson minna
skipta en hugsjónina um þennan sama
mann. Þær kynslóðir, sem nú byggja þetta
land, ættu að hafa önnur viðhorf og fagna
skiptum á manni og dýrlingi.
Mat á störfum mikilmenna er jafnan
miklum vandkvæðum bundið, og þar er oft
skammt öfganna á milli, eins og dæmin
sanna. „Því nær öll sókn þjóðarinnar til
frelsis, bættrar afkomu og aukinnar menn-
ingar hefur verið rakin til stúdenta í Kaup-
mannahöfn, einkum Baldvins Einarssonar,
Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar. Mér
hefur aldrei dulizt, að hlutur þessara manna
hefur verið mikill. En það hefur mér fund-
izt vitnisburður um yfirborðskennda þekk-
ingu á þjóðlífi okkar og sögu samfara leið-
inlegri persónudýrkun og vanmati á sjálfu
fólkinu í landinu, að rekja til þeirra nær
alla okkar sögu á 19. öld,“ segir Amór Sig-
urjónsson í inngangi að riti sínu um Einar
Ásmundsson í Nesi. í riti hans gætir nokk-
urrar tilhneigingar til þess að vanmeta eða
sniðganga máttarvöldin í Kaupmannahöfn,
þar sem um ræðir m. a. upphaf verzlunar-
íélaga. íslenzkir sagnfræðingar þurfa að
gæta þess, að leiðigjörn persónudýrkun lið-
ins tíma leiði þá ekki í þessa villu. Þeir,
sem heima sátu í fásinninu og reyndu eftir
sinni getu að þoka málum lands og þjóðar
áleiðis til bættrar afkomu, eru alls góðs
maklegir, en þeir vinna ekkert til lang-
frama á því að vera höggnir úr tengslum
við aðalforystusveit Islendinga á hinu ör-
lagaþrungna skeiði 19. aldar.
Rit Jóns Sigurðssonar, sem Sverrir sá um
útgáfu á, hefur að geyma blaðagreinar Jóns
í íslenzkum og dönskum blöðum, auk langr-
ar ritgerðar (62 blaðsíður) um íslenzka
hagi, en hún birtist í norsku blaði. Margar
blaðagreinarnar eru ritaðar undir dulnefn-
um, en Sverrir hefur feðrað þær eftir ýms-
um bréflegum heimildum. Þær hafa, að því
er ég bezt veit, verið lítt eða ekki kunnar
íslenzkum fræðimönnum, en eru nauðsyn-
legar heimildir hverjum þeim, sem fæst við
rannsóknir á sögu Islands á dögum Jóns
Sigurðssonar. Greinarnar eru um hin ólík-
ustu efni, því að Jón er alls staðar nálægur,
þar sem um íslenzk mál er fjallað. Dönsku
greinamar eru meginefni bókarinnar (316
síður) og leiða fram hinn árvakra vörð ís-
lenzks málstaðar í höfuðstöðvum andstæð-
inganna og slynga blaðamann. Greinum
þessum fylgja allýtarlegar skýringar og at-
hugasemdir, svo að hér er um hið ágætasta
heimildarrit að ræða. Það hefði einungis
átt að birtast fyrir nokkrum áratugum.
Menn verða að athuga, að rit þetta er ekki
aðallega heimild um Jón Sigurðsson, held-
ur íslenzka sögu á um 40 ára skeiði. Jóni
auðnaðist því miður ekki að rita íslands-
sögu. Hann lagði allra manna mest fram til
þess að móta einn þátt hennar, og yfirlits-
greinar eins og Island og islandske Til-
stande em þættir úr íslandssögu ritaðir af
Jóni Sigurðssyni.
Sverrir ritar rúmlega 50 blaðsíðna inn-
gang að bókinni og rnarkar þar Jóni bás í
stjórnmálabaráttu hins danska ríkis. Hann
dregur fram fyrirmyndir hans meðal Holt-
seta, hins þýzka minnihluta, sem átti sér
forn réttindabréf eins og eyþjóðin í úthaf-
inu. En Sverrir bendir réttilega á, að Jón
419