Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 33
SIÐRÆNT MAT A SIÐLAUSU ATHÆFI
litslausrar auðstéttar í svikráðum við
þ j óðarsj álfstæðið.
VI.
Enn er eitt til athugunar og skýr-
ingar á siðleysi íslenzku auðstéttar-
innar. Þegar auðstétt borgara úti í
heimi kom undir sig fótum, þá var al-
þýða manna menningarlaus og vam-
arlaus gegn gegndarlausu arðráni
hennar og vinnuþrælkun. Það greiddi
henni veginn til auðsöfnunar. Henni
tekst truflunarlítið að móta þjóðfé-
lagið þannig, að lögmál auðvaldsins
fái notið sín, áður en vinnustéttum
hefur tekizt að sameinast til sóknar.
Hér á landi er auðstéttin aftur á móti
ekki fyrr risin á fætur en vinnandi
stéttir taka að skipuleggja krafta sína,
krefjast síns bróðurparts af aukinni
framleiðslu og stefna til yfirráða í
þjóðfélaginu undir fána nýrra þjóð-
félagshugsjóna. íslenzka auðstéttin
nær aldrei fullkomlega tökum á ríkis-
valdinu. í upphafi er það bændastétt-
in, sem er þjóðfélagslega of sterk til
þess að svo megi vera, og brátt verður
verkalýðsstéttin þó hennar hættuleg-
asti keppinautur um völdin. Fangaráð
auðstéttarinnar verður bandalag við
stjórnmálaflokka vinnandi stétta. Hún
nær tökum á foringjum þeirra með
lævisi og beinum og óbeinum mútum.
Þeir eru dregnir inn í braskið og eitri
siðspillingarinnar lætt í gegnum þá
inn í raðir vinnandi stétta. Um skeið
átti hún samherja í bændastéttinni,
meðan íhaldssöm stórbændasjónar-
mið réðu þar ríkjum, gegn hagsmuna-
baráttu verkalýðsins, en viðhorf
bænda hafa nú snúizt mjög á aðra
sveif í seinni tíð, þar sem þeim verð-
ur æ ljósari hin beina hagsmunasam-
staða, sem þeir eiga með verkalýðs-
stéttinni. Nú gerir þessi auðstétt ör-
væntingarfulla tilraun til að einoka
ríkisvaldið með hjálp nokkurra lið-
hlaupa úr röðum alþýðufylkinganna
og beita því skefjalaust í baráttu gegn
vinnandi fólki á íslandi. Hún er kom-
in í andstöðu við alla þjóðarhags-
muni, og völd hennar í þjóðfélaginu
eru með öllu vonlaus án hjálpar frá
auðstéttum umheimsins og bandalags
við þær. Það er vitund þessara stað-
reynda, sem hefur mótað viðbrögð
hennar gegn kröfum erlendra auð-
ríkja til yfirráða vfir landinu og gæð-
um þess.
I
367