Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 65
KAREL CAPEK
maður uppgötvar, að tvö ung vél-
inenni, Primus og Helena, eru ást-
fangin hvort af öðru og hafa þar með
öðlazt alla mannlega eiginleika.
Segja má, að skáldsagan Almættis-
verksmiðjan sé eins konar framhald
þessa leikrits. í henni fjallar Capek
um stjórnleysi framleiðsluhátta auð-
valdsskipulagsins og hæðist jafnframt
miskunnarlaust að klerklegri aftur-
haldssemi og Napóleonsdýrkun. Og
eins og til að fylgja betur eftir gaf
Capek út skáldsöguna Krakatit
(1924), sem lýsir örlögum uppfinn-
inga, hvernig baráttu hringa og
flokka um mikilvæga uppgötvun lýk-
ur með ósköpum.
Það væri alrangt að draga þá álykt-
un af þessum verkum Capeks, að hann
hafi verið andvígur tæknilegum fram-
förum, vexti og viðgangi siðmenning-
arinnar og lífsháttum nútímamanna
yfirleitt. Öðru nær. Capek ofbauð
misnotkun framfaranna, hvernig
miskunnarlausir fjáraflamenn sneru
blessun í bölvun. Bezt kemst hann
að orði í RUR, er hann lætur tvo
háttsetta menn Rossumfeðga talast
við.
,,Domin (með erfiðismunum): Al-
quist, nú er okkar síðasta stund kom-
in; við tölum nærri því úr öðrum
heimi. Sá draumur var ekki sem verst-
ur, Alquist, að brjóta þrældómsfjötur
vinnunnar. Mannkynið varð að sætta
sig við niðurlægjandi og hræðilegt
strit. Óþrifalegt og mannhættulegt
erfiði. Lífið var of erfitt. Og að sigr-
ast á þessu —.
Alquist: — var ekki draumur
Rossumfeðga. Sá gamli hugsaði ekki
um annað en guðlaust kukl og sá
yngri um milljarða. Og hluthafana
dreymdi ekki um það heldur. Þá
dreymdi um arðinn. Og hans vegna
ferst mannkynið.“
Capek var fullljóst, að fégræðgi
fjáraflamannanna bar ekki höfuðsök-
ina, heldur voru hlutlægar orsakir að
verki. í RUR segir Busman, starfs-
bróðir Alquists: „Þetta var ítursnjallt
hjá yður. Haldið þér, að herra fram-
leiðslunnar sé forstjórinn? Herra
framleiðslunnar er eftirspurnin. Allir
vildu eignast vélmenni."
Svartsýni Capeks var ekki einstakl-
ingsbundin. Það má ekki lá honum
það, að hann skrifaði ekki verk sín í
sama bjartsýnisanda og Jules Verne
sællar minningar. Síendurteknar of-
framleiðslukreppur og heimsstyrjöld-
in fyrri höfðu gengið af barnatrú
borgarastéttarinnar á óslitnar fram-
farir dauðri, þegar Capek hóf rithöf-
undarferil sinn af alvöru. Það var þó
fjarri Capek að gefast upp baráttu-
laust. Hann vildi leysa vandamálin,
og hann gerði það líka á sína vísu.
Stundum er lausnin meira í orði en á
borði eins og endir RUR er allgott
dæmi um. Framtíð mannlegra vera er
að vísu tryggð á jörðunni, en hver
getur ábyrgzt, að sagan endurtaki sig
ekki? í Almættisverksmiðjunni og
399