Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 45
KAFFIHÚSIÐ ROTONDE
ekki á hasjísj ... Auðvitað hefði hann getað málað andlitsmyndir, sem bæði
gagnrýnendum og pantendum hefðu líkað: hann hefði þá fengið peninga,
góða vinnustofu, viðurkenningu. En Modigliani gat hvorki logið né lagað sig
að kringumstæðum, allir sem kynntust honum vita, að hann var mjög hrein-
skilinn og stoltur.
Ég sá hann á erfiðum dögum og dögum uppljómunar; sá hann rólegan, ein-
staklega kurteisan, sléttrakaðan með fölt og nokkuð hrjúft andlit; ég sá hann
einnig óðan, vaxinn svartri burst, — þessi Modigliani rak upp nístandi óp eins
og fugl, má vera eins og albatros; í kvæðinu minnist ég ekki að ástæðulausu
á stormfuglinn.
(Modigliani þótti vænt um kvæði Baudelaires um albatrosinn, sem sjó-
mennirnir gera gys að, — „Hve hlægilega ljótt er nú að sjá hann sem loftið
klauf með slíkum tignarbrag ...“)
Ég hef getið þess, að hann var fríður maður, konur horfðu á hann; mér
fannst alltaf að fegurð hans væri ítölsk. Hann var samt sefard, en svo nefnast
afkomendur þeirra Gyðinga, sem settust að í Provence, á Ítalíu eða Balkan-
skaga eftir að þeir voru reknir frá Spáni.
Einhverju sinni litum við Modigliani inn á kaffihús á Boulevard Pasteur:
hann hafði unnið, var rólegur. Við næsta borð sátu heiðursmenn við spil. Ég
skrifaði upp Ijóð, sem Modigliani hafði sýnt mér, og heyrði ekki til annarra.
Allt í einu stökk Modigliani á fætur: „Haltu kjafti! Ég er Gyðingur, og ég get
talað við þig! Skilurðu? ...“ Spilamennirnir þögðu. Modigliani borgaði kaff-
ið og sagði hátt: „Leiðinlegt að við skyldum rekast hér inn, hér safnast svín
saman.“ Þegar við komum út spurði ég hvað hefði verið sagt við næsta borð.
„Þetta venjulega,“ sagði Modi. „Slæmt að maður skuli vera að fitla við pensla,
— því við þurfum að gefa á kjaftinn í 300 ár enn ...“
Hann sagði mér að afi sinn hefði búið í Róm. Hann vildi rækta vínber og
keypti litla landspildu — en Gyðingum var að lögum bannað að eiga land.
Afi reiddist þá og flutti til Livorno, þar sem margar Gyðingafjölskyldur höfðu
lengi búið. Modi las mér ítalskar sonnettureftirlmmanuelrómverska, gyðinga-
skáld frá 14. öld, — beisk háðkvæði en um leið full lífsástar. Modigliani sagði
mér frá því, hvernig Rómverjar héldu kjötkveðjuhátíðir áður fyrr: gyðinga-
söfnuðurinn var skyldugur til að afhenda gyðinga-„brokkara“, sem var af-
klæddur og látinn brokka þrisvar í kringum borgina við spott og glósur kátra
borgara, biskupa og sendiherra. (Ég samdi þá langt kvæði um þetta efni).
Modigliani var þegar orðinn gróinn Parísarbúi, þegar ég kynntist honum
árið 1912. Við einn okkar fyrsta fund teiknaði hann mig: allir sögðu að mynd-
379