Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 14
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR meðan þau voru heima á íslandi, höfð til upplestrar vetur eftir vetur, gengu kannski bæ frá bæ, hönd úr hendi, voru í stöðugri notkun, kynslóð eftir kyn- slóð. Þeir sem lesið hafa Handritaspjall Jóns Helgasonar sjá þar rakta sögu margra þessara handrita. Þegar hún er íhuguð öðlast menn á þeim dýpri skilning. Þá geta hin óásjálegustu, þau sem mest voru um hönd höfð og verst eru farin, orðið dýrmætust vegna þess vitnisburðar um þjóðaralúð sem þau bera með sér. Þau voru skóli þjóðarinnar, skemmtun og andlegur aflgjafi, ljósið í hugskoti fólksins. í þeim skilningi fá handritin sjálf sögulegt gildi, tengt íslandi, og í ásýnd þeirra speglast örlög þjóðarinnar, lífsbraut og eðlis- einkenni. Jón Helgason segir í Handritaspjalli: „íslenzkur maður sem reikar til að mynda um sýningarsalina í British Museum og sér þar skrúðbækur víðsvegar að úr löndum, bókfellið mjallahvítt og óvelkt og prýtt hinum fegurstu myndum, lætur sér þá ef til vill koma til hugar bækur sinnar þjóðar, fáskrúðugar, dökkar og einatt skemmdar. Hann má þá minnast þess að vel getur verið að hinar íslenzku skræður geymi efni sem ekki er víst að þurfi að minnkast sín hjá efni hinna, og jafnvel skemmd- irnar sýna að þær hafa ekki legið ónotaðar í hirzlum og aðeins verið teknar fram einstöku sinnum tignarmönnum til augnagamans, heldur verið mörgum liðnum kynslóðum til uppörvunar og gleði ...“ Það efni sem handritin geyma er í fyrsta lagi fornbókmenntir íslendinga: Eddukvæðin, Völuspá, Hávamál, hetjuljóðin, íslendingasögur, Njála, Egils- saga, Grettla, Hrafnkatla osfrv., sagnaritin Íslendingabók, Landnáma, Heims- kringla, goðasagnir Snorra-Eddu, Gylfaginning, Skáldskaparmál, dróttkvæði, fornaldarsögur, svo að rifjuð sé upp alkunn verk. Lengst mun verða óráðin dul hvernig þessar bókmenntir urðu til. Hún skilst, segir Halldór Laxness í íslandsklukkunni, við þá sýn eina að sjá ísland rísa úr hafi. Það er skáldlegt sjónarmið sem felur þó í sér nýja dul. Landið á sinn hlut í sköpun þeirra, þjóðin sem landið byggði og myndaði hið einstæða þjóðfélag á fullveldis- tímunum, hún ól þær í skauti sér svo að orðstír hennar mætti lifa. Hér er eigi svo að upp úr gnæfi einstakur höfundur, eins og til að mynda Shakespeare með Englendingum, heldur þroskast á heilu tímabili bókmenntategund sem ber mótaðan svip, séreinkenni í bókmenntum heimsins, bókmenntir sem standa einar sér á þeim tíma og ber svo hátt að þær skipa íslendingum sess við hlið fárra útvaldra. Með því að gera sér þessa grein eigum vér slíkt fram að leggja sem þjóð að það eitt nægir til að halda uppi málsvörn fyrir íslenzk þjóðréttindi í aldir fram, enda voru fombókmenntirnar ein meginröksemdin í sjálfstæðisbaráttunni við Dani. Það sem í því felst að skapa slíkar heims- 348
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.