Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 88
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Iívers vegna var nauðsyn að velja úr bréf- um Konráðs, og hvaða sjónarmið réðu val- inu? Stofnun eins og Menningarsjóður hefði fremur átt að gefa út öll bréf Konráðs sem það áttu skilið, en að hrafla innan úr þeim til þess að koma litlu úrvali fyrir á ákveðnum hlaðsíðufjölda. Sú aðferð getur orðið til þess eins að lengri bið verði á að heildarútgáfa verði gerð af bréfum hans. Frani yfir orðin sem tilfærð voru fær les- andinn ekkert að vita um það hve mikið sé til af bréfum frá Konráði, og hefði þó verið auðvelt að hirta skrá um þau, úr því búið var að skrifa þau upp. Um úrvalið sjálft getur lesandinn annars ekki dæmt, en þó kemur það vægast sagt einkennilega fyrir sjónir að ekki skuli birt öll bréf Konráðs til Jónasar Hallgrímssonar. Sé rúmleysi um að kenna, hefði lítil eftirsjá verið í eyðun- um sem gapa undir örfáum bréflínum á sumum blaðsíðum. Utgefandi hefur samræmt stafsetningu að nútíðarhætti á öllum bréfunum, og má ólík- legt telja að Konráð mundi kunna honum nokkra þökk fyrir, mætti hann líta upp úr gröf sinni. Konráð var einn fyrsti fslending- ur sem hugsaði fræðilega um íslenzka staf- setningu, og enda þótt hann lenti út í öfgar um skeið, þá var það samt merkilegur þátt- ur í fræðimennskuferli hans, og sú stafsetn- ing sem hann tók upp síðar varð síðari mönnum undirstaða, og er ekki frábrugðn- ari nútímastafsetningu en svo, að hún getur ekki orðið neinum hneykslunarhella. Að vísu mun stafsetning Konráðs á vissu skeiði koma flestum nútímamönnum annarlega fyrir sjónir, en naumast hygg ég að hún mundi fæla nokkum mann frá lestri bókar sem þessarar. Víst er að Konráð skrifaði ekki svo sem hann gerði af neinni tilfyndni og enn síður af vanþekkingu, heldur var honum þetta alvörumál, og hefði óneitan- lega verið skemmtilegra að stafsetningar- þróun hans hefði fengið að koma fram á eðlilegan hátt í hréfum hans. Mér er vel ljóst að samræming ritháttar er nú mikill siður í útgáfum sem ætlaðar eru almenn- ingi, og má ýmislegt færa þeirri aðferð til afbötunar, en maður eins og Konráð hefur þá sérstöðu í þessum efnum að hann á ekki skilið að farið sé með hann eins og skóla- dreng. Utgáfa þessarar bókar er eins og annarra í þessum flokki hin snyrtilegasta að ytra út- liti; auk þess er hún prýdd mynd af Kon- ráði og tveimur sýnishornum af rithönd hans (reyndar úr bréfum sem eru ekki prentuð í bókinni). Af þeim mega lesendur fá hugmynd um réttritun Konráðs á tveim- ur skeiðum ævi hans og draga af því sínar ályktanir, og er það til bóta. Skýringar útgefanda eru stuttorðar en gagnlegar það sem þær ná; á einum stað skilst mér þó ekki hvað hann er að fara, en það eru orð hans um hekatombuna á bls. 51. Orðið er hvorki misskilið né misnotað hjá Konráði; hins vegar er ég hræddur um að „absúrd-kómik“ Konráðs hafi orðið út- gefanda að fótakefli. Augljósar prentvillur eru fáar; lökust er nýddur l. níddur (bls. 37); hræddur er ég um að Konráði hefði ekki líkað sá ritháttur; barbaricti (bls. 88) á að vera barbaristi. í nafnaskrá eru róm- versk nöfn oft skammstöfuð af lítilli sam- kvæmni, leiðast er að sjá skáldið Silius Itali- cus kallaðan Silius, I., eins og Italicus væri eiginnafn hans (hann hét raunar Titus Catius). — Þessum sparðatíningi skal ekki haldið lengra áfram, enda þótt á það megi minna sem útgefandi segir um Konráð að frægt hafi verið, „hve vel hann las prófark- ir“. J.B. 422

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.