Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 23
ÍSLENZK ÞJÓÐERNISMÁL Vér þurfum að gera oss þessa alls grein til þess að kunna að taka á móti handritunum með réttu hugarfari og af nægilega djúpum og víðum skilningi. Vér erum að taka á móti einhverjum dýrustu verðmætum sem nokkur þjóð á í eigu sinni, í sögulegum, þj óðernislegum og listrænum skilningi. Sé nokkuð sem kemur oss við í dag eru það þessar fornhelgu bækur, og hafi þær nokkru sinni falið í sér líf þjóðarinnar þá er það á vorum tímum, því að nú ríður á að íslendingum sé lyft upp úr dustinu í þær hæðir þar sem afsal sjálfstæðis- ins verður að firru einni. Sú rækt sem við sýnum þessum bókmenntum nú er sjálf ræktin við ræturnar að sjálfstæðri tilveru vorri sem þjóðar. Niðurlag Hve ánægjulegt ef á þessu ári þar sem saman fer merkisafmæli Jóns Sig- urðssonar og Háskóla íslands og fyrirheit hefur verið gefið um afhendingu handritanna væri gert eitthvað stórt til að lyfta íslandi og sameina krafta þjóðarinnar að fögru átaki í þjóðernismálum vorum. Mér líður ekki úr hug árið 1944 þegar lýðveldið var endurreist. Þá stóð öll þjóðin sameinuð og foringjar hennar allir sóru lýðveldinu eilífan trúnað. Þá var bjart að horfa fram á veg íslands, framtíðin brosti við augum þjóðarinn- ar, og ef foringjamir hefðu borið gæfu til að standa við eiða sína og vernda sjálfstæðið væru íslendingar hamingjusöm þjóð í dag. í stað þess standa þeir nú tvístraðir, með djúpan harm grafinn í brjósti, hersetin þjóð, fjötruð í hernaðarblökk, spillt af áhrifum hernámsins, ógæfusöm þjóð, sem ekkert mark er tekið á í heiminum nema á sviði menningar. Hvílíkar andstæður á vorum tíma: annars vegar stórmenni andans sem lyfta íslandi til æðsta vegs, hins vegar blindir og glapráðir leiðtogar sem vinna að því að þurrka út allt sem þjóðin hefur áunnið sér með hetjulund, gáfum og þrautseigju í aldir. Það eru engin orð til að lýsa þessari ógæfu. Einmitt á sama árinu og minnzt er 150 ára afmælis frelsishetju íslendinga og 50 ára afmælis æðstu mennta- stofnunar þjóðarinnar er í undirbúningi og launráð lögð til að brjóta niður allan árangur sjálfstæðisbaráttu íslendinga, allt starf Jóns Sigurðssonar, svipta undan íslenzkum yfirráðum þeim stofnunum sem allt starf var lagt í að endurreisa og flytja inn í landið og leggja ísland undir járnhæl erlendrar efnahagsstofnunar. Þetta er hin svarta baksýn þjóðlífs vors, hrollvekjandi. Ógæfubrautin hófst með Keflavíkursamningnum. Þá brást borgarastéttin íslandi, strax ári eftir 357

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.