Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 67
KAREL CAPEK
urnar úr hinum vasanum eru leyni-
lögreglusögur og Sögurnar úr öðrum
vasanum eru þeim keimlíkar að efni
og blæ. í þessum sögum kemur einna
bezt fram dálæti Capeks á einföldum
hlutum, og í smásögum hans ber hinn
venjulegi maður sigur úr býtum,
enda þótt keppinautar hans hafi sér til
halds og trausts flókin kenningakerfi.
Beinan þátt í stjórnmálum tók
Karel Capek ekki á þessum árum, og
gerði það raunar aldrei. En á föstu-
dögum komu saman á heimili hans
vinir hans og félagar, flestir þeirra
voru þekkt skáld eða frægir rithöf-
undar og ræddu vandamálin, og
stundum bættist forsetinn sjálfur,
Masaryk, í hópinn. Að sönnu hélt £a-
pek. atram að deila á ýmsar misfellur
hins ríkjandi skipulags, en var að
öðru leyti jafnfráhverfur byltingu
sem fyrr og boðaði stéttafrið. í ný-
ársgrein 1928 sagði hann m. a.: „Sjá-
ið þið nú til, við verðum einhvern
veginn að koma þessu saman. Hægri
menn og vinstri, þetta er einskis nýtt ,
lýðveldið er eins og hringur, og er
nokkur hægri eða vinstri armur til í
hring?“
Heimskreppan og afleiðingar henn-
ar rufu stórt skarð í kenningamúr
Capeks, enda þótt þeim tækist ekki að
brjóta hann til grunna. Capek varð æ
orðhvassari í greinum sínum og réðst
nú í fyrsta sinn á efnahagskerfi hins
borgaralega lýðveldis, Tékkóslóvakiu:
„Ég gæti sagt á þessum stað, að af
þessu leiddi, að ríkjandi kerfi þyrfti
að breyta frá grunni, ég held það
annars í raun og veru.“ Og síðar
hrutu þessar setningar úr penna hans:
„Að því er kennisetningar og bar-
áttuaðferðir kommúnismans áhrærir,
er ég sammála hugsjónum hans að
mestu leyti.“ Og enn síðar í sömu
grein segist hann trúa á „þjóðnýtingu
framleiðslutækjanna og takmörkun
eignarréttarins, skipulagningu fram-
leiðslu og neyzlu, endalok auðvalds-
skipulagsins og rétt hvers manns til
lífsins, vinnunnar, velmegunar og
andlegs frelsis.“
En enn sem komið var trúði Éapek
á sættir. Efnahagskreppan fékk mjög
á hann, en hin andlega kreppa, afleið-
ing hinnar, jafnvel enn þá meira. Á
þessum árum leitaði Capek að hug-
mynd, sem að hans dómi gæti orðið
sameiningartákn margklofins mann-
kyns. Vandamálið var ekki auðleyst,
og Capek var sjálfur í vafa um, livort
slík hugmynd væri til eða hvort unnt
væri að komast að sannleikanum í
nokkru máli. í þriggja binda verkinu
Hordubal, Povétron og Hversdagsleg
ævi, sem er í rauninni þrjár skáldsög-
ur án sýnilegra tengsla, reyndi Ca-
pek að svara þessum spurningum á
sinn hátt. En nú fór Capek aðra leið
en áður. Hann lét efnahagsmál,
stjórnmál og heimsstyrjaldir lönd og
leið og sneri sér að manninum sjálf-
um, athöfnum hans, sálarlífi. í Hor-
dubal segir Éapek sögu bóndans Hor-
TÍMARIT máls oc mf.nnincar
401
26